Viðskipti innlent

Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí

Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans.

Erlendar eignir Seðlabankans námu 506,3 milljarða kr. í lok maí samanborið við 506,4 milljarða kr. í lok apríl. Erlendar skuldir bankans aftur á móti voru 211 milljarða kr. í maí samanborið við 218 milljarða kr. í lok apríl.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 506,1 milljörðum kr. í lok maí og lækkaði um 0,2 milljarða kr. milli mánaða. Erlend verðbréf hækkuðu um 4,3 milljarða kr. og seðlar og innstæður lækkuðu um 3,7 milljarða kr. í lok mánaðarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×