Bankarnir hömluðu nýsköpun í landinu 15. nóvember 2010 06:00 Katrín júlíusdóttir Iðnaðarráðherra segir brýnt fyrir stjórnvöld að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun til að tryggja fjölbreytt atvinnulíf í framtíðinni. fréttablaðið/gva Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku klukkan 17 í dag. Er þetta í annað sinn sem vikan er haldin hér á landi og segir Katrín ljóst að framtakið í fyrra hafi skapað nauðsynlegt og skemmtilegt umtal um þau tækifæri sem í boði eru. „Vikan vekur athygli á hinu jákvæða sem er að gerast og hversu ótrúlegur endurnýjunarkraftur er í atvinnulífinu," segir hún. „Við erum að sjá atvinnugreinar í dag sem eru orðnar gríðarlega stórar og mikilvægar stærðir í okkar efnahagskerfi, eins og hugverkaiðnaðurinn, tölvuleikjabransinn. Það þekktist ekki fyrir nokkrum árum." Hátt í tvö hundruð ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós síðan árið 2008 í tengslum við Frumkvöðlasetur nýsköpunarmiðstöðvar. Katrín segir augljóst að efnahagshrunið hafi ýtt undir frumkvöðlastarfsemi hér á landi og veitt fólki nýja sýn á þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Frumkvöðlastarfsemi og hátækniiðnaður fór niður á við í aðdraganda bankahrunsins og náði ekki vexti á meðan bólan gekk yfir," segir hún. „Bankarnir sugu ekki bara orku úr samfélaginu heldur líka mannafla úr þessum greinum." Katrín segir að verði áfram lögð áhersla á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun muni verða afar fjölbreytt atvinnutækifæri í landinu í framtíðinni. Iðnaðarráherra hefur farið fram á kynjagreiningu á bókhaldi sjóða- og stoðkerfis ráðuneytisins og býst við að fá niðurstöðurnar bráðlega. „Ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvernig kerfið er að nýtast kynjunum. Hvort konur sæki í sjóðina og sömuleiðis hvernig hlutfallið skiptist í úthlutunum," segir hún. Á næstunni verður lagt fram frumvarp sem tilgreinir breytingar á endurgreiðslum vegna rannsóknarþróunar innan fyrirtækja. Ríkisstjórnin er nú að meta árangurinn á þeim lögum sem voru sett á um síðustu áramót og segir Katrín að ástæða sé til að rýmka forsendurnar nú þegar. Einnig bendir hún á að iðnaðarráðuneytið hafi varið þetta kerfi algjörlega fyrir niðurskurði. „Það er stórt miðað við það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. En við erum með áætlanir um það að þegar betur árar þá verði þetta kerfi styrkt enn frekar," segir hún. sunna@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku klukkan 17 í dag. Er þetta í annað sinn sem vikan er haldin hér á landi og segir Katrín ljóst að framtakið í fyrra hafi skapað nauðsynlegt og skemmtilegt umtal um þau tækifæri sem í boði eru. „Vikan vekur athygli á hinu jákvæða sem er að gerast og hversu ótrúlegur endurnýjunarkraftur er í atvinnulífinu," segir hún. „Við erum að sjá atvinnugreinar í dag sem eru orðnar gríðarlega stórar og mikilvægar stærðir í okkar efnahagskerfi, eins og hugverkaiðnaðurinn, tölvuleikjabransinn. Það þekktist ekki fyrir nokkrum árum." Hátt í tvö hundruð ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós síðan árið 2008 í tengslum við Frumkvöðlasetur nýsköpunarmiðstöðvar. Katrín segir augljóst að efnahagshrunið hafi ýtt undir frumkvöðlastarfsemi hér á landi og veitt fólki nýja sýn á þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Frumkvöðlastarfsemi og hátækniiðnaður fór niður á við í aðdraganda bankahrunsins og náði ekki vexti á meðan bólan gekk yfir," segir hún. „Bankarnir sugu ekki bara orku úr samfélaginu heldur líka mannafla úr þessum greinum." Katrín segir að verði áfram lögð áhersla á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun muni verða afar fjölbreytt atvinnutækifæri í landinu í framtíðinni. Iðnaðarráherra hefur farið fram á kynjagreiningu á bókhaldi sjóða- og stoðkerfis ráðuneytisins og býst við að fá niðurstöðurnar bráðlega. „Ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvernig kerfið er að nýtast kynjunum. Hvort konur sæki í sjóðina og sömuleiðis hvernig hlutfallið skiptist í úthlutunum," segir hún. Á næstunni verður lagt fram frumvarp sem tilgreinir breytingar á endurgreiðslum vegna rannsóknarþróunar innan fyrirtækja. Ríkisstjórnin er nú að meta árangurinn á þeim lögum sem voru sett á um síðustu áramót og segir Katrín að ástæða sé til að rýmka forsendurnar nú þegar. Einnig bendir hún á að iðnaðarráðuneytið hafi varið þetta kerfi algjörlega fyrir niðurskurði. „Það er stórt miðað við það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. En við erum með áætlanir um það að þegar betur árar þá verði þetta kerfi styrkt enn frekar," segir hún. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira