Bankarnir hömluðu nýsköpun í landinu 15. nóvember 2010 06:00 Katrín júlíusdóttir Iðnaðarráðherra segir brýnt fyrir stjórnvöld að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun til að tryggja fjölbreytt atvinnulíf í framtíðinni. fréttablaðið/gva Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku klukkan 17 í dag. Er þetta í annað sinn sem vikan er haldin hér á landi og segir Katrín ljóst að framtakið í fyrra hafi skapað nauðsynlegt og skemmtilegt umtal um þau tækifæri sem í boði eru. „Vikan vekur athygli á hinu jákvæða sem er að gerast og hversu ótrúlegur endurnýjunarkraftur er í atvinnulífinu," segir hún. „Við erum að sjá atvinnugreinar í dag sem eru orðnar gríðarlega stórar og mikilvægar stærðir í okkar efnahagskerfi, eins og hugverkaiðnaðurinn, tölvuleikjabransinn. Það þekktist ekki fyrir nokkrum árum." Hátt í tvö hundruð ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós síðan árið 2008 í tengslum við Frumkvöðlasetur nýsköpunarmiðstöðvar. Katrín segir augljóst að efnahagshrunið hafi ýtt undir frumkvöðlastarfsemi hér á landi og veitt fólki nýja sýn á þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Frumkvöðlastarfsemi og hátækniiðnaður fór niður á við í aðdraganda bankahrunsins og náði ekki vexti á meðan bólan gekk yfir," segir hún. „Bankarnir sugu ekki bara orku úr samfélaginu heldur líka mannafla úr þessum greinum." Katrín segir að verði áfram lögð áhersla á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun muni verða afar fjölbreytt atvinnutækifæri í landinu í framtíðinni. Iðnaðarráherra hefur farið fram á kynjagreiningu á bókhaldi sjóða- og stoðkerfis ráðuneytisins og býst við að fá niðurstöðurnar bráðlega. „Ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvernig kerfið er að nýtast kynjunum. Hvort konur sæki í sjóðina og sömuleiðis hvernig hlutfallið skiptist í úthlutunum," segir hún. Á næstunni verður lagt fram frumvarp sem tilgreinir breytingar á endurgreiðslum vegna rannsóknarþróunar innan fyrirtækja. Ríkisstjórnin er nú að meta árangurinn á þeim lögum sem voru sett á um síðustu áramót og segir Katrín að ástæða sé til að rýmka forsendurnar nú þegar. Einnig bendir hún á að iðnaðarráðuneytið hafi varið þetta kerfi algjörlega fyrir niðurskurði. „Það er stórt miðað við það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. En við erum með áætlanir um það að þegar betur árar þá verði þetta kerfi styrkt enn frekar," segir hún. sunna@frettabladid.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku klukkan 17 í dag. Er þetta í annað sinn sem vikan er haldin hér á landi og segir Katrín ljóst að framtakið í fyrra hafi skapað nauðsynlegt og skemmtilegt umtal um þau tækifæri sem í boði eru. „Vikan vekur athygli á hinu jákvæða sem er að gerast og hversu ótrúlegur endurnýjunarkraftur er í atvinnulífinu," segir hún. „Við erum að sjá atvinnugreinar í dag sem eru orðnar gríðarlega stórar og mikilvægar stærðir í okkar efnahagskerfi, eins og hugverkaiðnaðurinn, tölvuleikjabransinn. Það þekktist ekki fyrir nokkrum árum." Hátt í tvö hundruð ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós síðan árið 2008 í tengslum við Frumkvöðlasetur nýsköpunarmiðstöðvar. Katrín segir augljóst að efnahagshrunið hafi ýtt undir frumkvöðlastarfsemi hér á landi og veitt fólki nýja sýn á þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Frumkvöðlastarfsemi og hátækniiðnaður fór niður á við í aðdraganda bankahrunsins og náði ekki vexti á meðan bólan gekk yfir," segir hún. „Bankarnir sugu ekki bara orku úr samfélaginu heldur líka mannafla úr þessum greinum." Katrín segir að verði áfram lögð áhersla á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun muni verða afar fjölbreytt atvinnutækifæri í landinu í framtíðinni. Iðnaðarráherra hefur farið fram á kynjagreiningu á bókhaldi sjóða- og stoðkerfis ráðuneytisins og býst við að fá niðurstöðurnar bráðlega. „Ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvernig kerfið er að nýtast kynjunum. Hvort konur sæki í sjóðina og sömuleiðis hvernig hlutfallið skiptist í úthlutunum," segir hún. Á næstunni verður lagt fram frumvarp sem tilgreinir breytingar á endurgreiðslum vegna rannsóknarþróunar innan fyrirtækja. Ríkisstjórnin er nú að meta árangurinn á þeim lögum sem voru sett á um síðustu áramót og segir Katrín að ástæða sé til að rýmka forsendurnar nú þegar. Einnig bendir hún á að iðnaðarráðuneytið hafi varið þetta kerfi algjörlega fyrir niðurskurði. „Það er stórt miðað við það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. En við erum með áætlanir um það að þegar betur árar þá verði þetta kerfi styrkt enn frekar," segir hún. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira