Lífið

Sækja innblástur til krumma

Varius Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir hanna saman undir nafninu Varius.fréttablaðið/stefán
Varius Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir hanna saman undir nafninu Varius.fréttablaðið/stefán

Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir standa á bak við hönnunarteymið Varius og hanna þær meðal annars fallega púða, veggskraut, hálsmen og skóskreytingar.

Nafnið Varius er fengið úr latneska heitinu yfir þá tegund hrafna sem finnast hér á landi.

Ragnheiður og Íris hafa hannað saman undir Varius-nafninu frá því í lok nóvember og hefur samvinnan að þeirra sögn gengið vonum framar.

„Við höfum ekki þekkst lengi en erum báðar útskrifaðar frá LHÍ og þegar við hittumst þá small þetta bara einhvern veginn saman. Þrátt fyrir að ég sé vöruhönnuður að mennt og Íris fatahönnuður þá vinnum við allar vörurnar saman," útskýrir Ragnheiður. Vörurnar hafa fengið góðar viðtökur og segir hún að Facebook hafi hjálpað þeim mikið við að kynna Varius fyrir fólki.

Hönnun Varius, líkt og nafnið sjálft, sækir innblástur til hrafnsins og segist Ragnheiður mjög heilluð af fuglinum. „Við höfum báðar mikið dálæti á hrafninum og þegar maður fer að rannsaka hann frekar, til dæmis hvernig hann birtist manni í þjóðsögum og hjátrú, þá getur maður ekki annað en heillast enn meira af honum."

Ragnheiður og Íris hafa selt hönnun sína á Pop Up mörkuðum sem haldnir eru mánaðarlega og bjóða upp á íslenska hönnun beint frá framleiðanda, en slíkur markaður fer fram á Kaffi Sólon í dag á milli klukkan 12 og 18. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.