Lífið

Eldgosið á National Geographic í apríl

Magnað sjónarspil Jóhann Sigfússon, hundurinn Moby, Anna Dís Ólafsdóttir, Ögmundur Stefánsson og Gunnar Konráðsson hjá Profilm sem eru að vinna að heimildarmynd um Eyjafjallajökul fyrir National Geographic.
Magnað sjónarspil Jóhann Sigfússon, hundurinn Moby, Anna Dís Ólafsdóttir, Ögmundur Stefánsson og Gunnar Konráðsson hjá Profilm sem eru að vinna að heimildarmynd um Eyjafjallajökul fyrir National Geographic.

Sjónvarpsstöðin National Geo­graphic hefur beðið íslenska framleiðslufyrirtækið Profilm um að setja öll önnur verkefni sín í tímabundið hlé til að hraða vinnslu heimildarmyndar þeirra um eldgosið í Eyjafjallajökli. Fyrirtækið var byrjað á heimildarmynd um eldgosið í Fimmvörðuhálsi og var að vinna hana í rólegheitum þegar Eyjafjallajökull vaknaði með miklum hvelli svo áhrifa þess hefur gætt víða um heim.

„Við byrjuðum að fylgjast með þessum stað þremur vikum áður en það byrjaði að gjósa á Fimmvörðuhálsi,“ segir Anna Dís Ólafsdóttir, framleiðandi hjá Profilm. Þá höfðu átt sér stað töluverðar jarðhræringar og jarðfræðingar töldu að eldgos gæti verið á næsta leiti. Fimmvörðuhálsgosið var mikið sjónarspil en þótti fremur hættulítið og var kallað „túristagos“ af fagmönnum. Þau hjá Profilm gat þó ekki grunað hvað leyndist undir yfirborðinu.

Aðfaranótt miðvikudags byrjaði að gjósa í Eyjafjallajökli, flugsamgöngur um alla Evrópu lömuðust og stjórnendur National Geo­graphic voru fljótir að kveikja á perunni. „Myndin um Eyjafjallajökul fer í loftið 4. maí. Það var ákveðið á fundi seint á fimmtudagskvöld og ég fer til Bandaríkjanna þar sem við byrjum að klippa efnið. Jóhann Sigfússon, leikstjóri myndarinnar, kemur síðan út viku seinna og þá klárum við myndina. Það verður bara unnið bæði dag og nótt.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.