Viðskipti innlent

Fall Aska hefur engin áhrif á Saga Capital

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital, segir að fall fjárfestingabankans Aska Capital hafi engin áhrif á fyrirtækið sem hann rekur, Saga Capital. Hvorki á reksturinn né fjárhagslegan styrk bankans.

Á heimasíðu Aska kemur fram að Saga Capital hafi átt 18% í fyrirtækinu. Í dag óskaði stjórn Askar eftir að fara í slitameðferð. Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar varð fyrirtækinu að falli.

Þorvaldur segir í samtali við Vísir.is að eignarhluturinn hafi verið færður verulega niður auk þess sem Saga Capital fjárfestingarbanki, eins og aðrir kröfuhafar, féllust á að breyta kröfum í hlutafé í Askar Capital á sl. ári.

Saga Capital eignaðist hlutinn í Öskum vegna þess það átti skuldabréf á félagið en í fjárhagslegri endurskipulagningu Aska var skuldabréfinu breytt í hlutafé.

Það var þó í raun ekki Saga Capital sem hélt á bréfunum í Öskum heldur félagið Hilda. Það er í eigu sömu aðila og Saga Capital og var stofnað í vetur til að taka meðal annars yfir hluta af skuldbindingum Saga Capital sem höfðu íþyngjandi áhrif á eiginfjárhlutfallið. Hilda á auk þess aðrar eignir s.s. ríkisskuldabréf,reiðufé, kröfur á gömlu bankana auk erlendra markaðseigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×