Elite vill halda lokakeppni hér í haust 8. maí 2010 06:00 Jón Ólafsson Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. Það var Jón sem bar hugmyndina upp við Hennet þegar hann var fastur í Frakklandi um miðjan síðasta mánuð vegna röskunar á flugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli. „Ég var öskutepptur í París og heimurinn stopp. Ég varð að gera eitthvað úr tíma mínum og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að koma ferðamennsku í gang aftur," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann komst í samband við Hennet í gegnum sameiginlegan vin þeirra beggja og bar hugmyndina upp við hann. „Þetta yrði svakalegt dæmi," segir Jón. Umboðsskrifstofa Elite er ein sú stærsta í heimi og hafa margar af þekktustu fyrirsætum heims tekið þátt í keppninni. Þar á meðal eru Linda Evangelista, Cindy Crawford og Gisele Bündchen. Sýnt er frá keppninni á sextíu sjónvarpsstöðvum og reiknað með að um fjögur hundruð manns geti fylgst með henni. Fyrirsætukeppnin er heilmikið fyrirtæki en gert er ráð fyrir áttatíu keppendum, svipuðum fjölda blaða- og fréttamanna auk rúmlega fimm til sjö hundruð gesta. Í gegnum tíðina hafa heimsþekktir hönnuðir og listafólk verið viðstatt keppnina. Þar má meðal annars nefna John Galliano, David Bowie og Richard Gere. „Mér líst mjög vel á þetta, tel það jákvætt," segir Birkir Hólm, forstjóri Icelandair. Hann hafði ekki séð bréf og gögn frá Elite í gær. Hann segir þetta verða mikla landkynningu og spennandi kost ef að því komi margir aðilar. Reiknað er með að kostnaður við að halda keppnina hér nemi 280 milljónum króna. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 175 milljóna króna framlagi frá ríki og borg til stuðnings verkefninu. Afgangurinn kemur frá öðrum, svo sem að utan og vegna sýningarréttar. jonab@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. Það var Jón sem bar hugmyndina upp við Hennet þegar hann var fastur í Frakklandi um miðjan síðasta mánuð vegna röskunar á flugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli. „Ég var öskutepptur í París og heimurinn stopp. Ég varð að gera eitthvað úr tíma mínum og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að koma ferðamennsku í gang aftur," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann komst í samband við Hennet í gegnum sameiginlegan vin þeirra beggja og bar hugmyndina upp við hann. „Þetta yrði svakalegt dæmi," segir Jón. Umboðsskrifstofa Elite er ein sú stærsta í heimi og hafa margar af þekktustu fyrirsætum heims tekið þátt í keppninni. Þar á meðal eru Linda Evangelista, Cindy Crawford og Gisele Bündchen. Sýnt er frá keppninni á sextíu sjónvarpsstöðvum og reiknað með að um fjögur hundruð manns geti fylgst með henni. Fyrirsætukeppnin er heilmikið fyrirtæki en gert er ráð fyrir áttatíu keppendum, svipuðum fjölda blaða- og fréttamanna auk rúmlega fimm til sjö hundruð gesta. Í gegnum tíðina hafa heimsþekktir hönnuðir og listafólk verið viðstatt keppnina. Þar má meðal annars nefna John Galliano, David Bowie og Richard Gere. „Mér líst mjög vel á þetta, tel það jákvætt," segir Birkir Hólm, forstjóri Icelandair. Hann hafði ekki séð bréf og gögn frá Elite í gær. Hann segir þetta verða mikla landkynningu og spennandi kost ef að því komi margir aðilar. Reiknað er með að kostnaður við að halda keppnina hér nemi 280 milljónum króna. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 175 milljóna króna framlagi frá ríki og borg til stuðnings verkefninu. Afgangurinn kemur frá öðrum, svo sem að utan og vegna sýningarréttar. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira