Kalli í Pelsinum grunaður um fjársvik og skuldar þrjá milljarða Sigríður Mogensen skrifar 20. janúar 2010 18:32 Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, sem nú hefur stöðu sakbornings vegna gruns um fjársvik við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins, hefur um árabil verið meðal umsvifamestu manna í fasteignabransanum á Íslandi. Veldi hans fylgja skuldir upp á yfir þrjá milljarða. Karl Steingrímsson, oft kenndur við verslunina Pelsinn á Kirkjutorgi í Reykjavík, og sonur hans Aron Pétur voru yfirheyrðir í gær í tengslum við rannsókn efnahagsbrotadeildar á sölu stórhýsis til kínverska sendiráðsins. Þeir eru grunaðir um fjársvik. Karl hefur verið stórtækur við kaup og sölu á fasteignum og rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum. Í dag rekur hann ásamt syni sínum eignarhaldsfélagið Sundafasteign, sem á skrifstofuhúsnæðið við Sundagarða 2 í Reykjavík - þar sem Olís er meðal annars til húsa. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á Karl auk þess fasteign og bílastæðahús við Grensásveg í Reykjavík og iðnaðarhús við Fiskislóð. Þá er Karl eigandi félagsins Eignamiðjan sem er með í byggingu lúxusblokk og verslunarhúsnæði að Tryggvagötu 18. Einnig á hann ásamt syninum Austurstræti 16, þar sem skemmti- og veitingastaðurinn Apótekið er til húsa. En veldið nær út fyrir höfuðborgarsvæðið því feðgarnir Karl og Aron eiga líka stórt skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi, sem raunar er eitt stærsta hús bæjarins. Umsvifum sem þessum fylgir skuldsetning en skuldir og ábyrgðir félaga í eigu Karls Steingrímssonar og fjölskyldu vegna áðurnefndra fasteigna nema á bilinu 3 til fjórum milljörðum króna samkvæmt nýjustu opinberu gögnum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, sem nú hefur stöðu sakbornings vegna gruns um fjársvik við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins, hefur um árabil verið meðal umsvifamestu manna í fasteignabransanum á Íslandi. Veldi hans fylgja skuldir upp á yfir þrjá milljarða. Karl Steingrímsson, oft kenndur við verslunina Pelsinn á Kirkjutorgi í Reykjavík, og sonur hans Aron Pétur voru yfirheyrðir í gær í tengslum við rannsókn efnahagsbrotadeildar á sölu stórhýsis til kínverska sendiráðsins. Þeir eru grunaðir um fjársvik. Karl hefur verið stórtækur við kaup og sölu á fasteignum og rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum. Í dag rekur hann ásamt syni sínum eignarhaldsfélagið Sundafasteign, sem á skrifstofuhúsnæðið við Sundagarða 2 í Reykjavík - þar sem Olís er meðal annars til húsa. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á Karl auk þess fasteign og bílastæðahús við Grensásveg í Reykjavík og iðnaðarhús við Fiskislóð. Þá er Karl eigandi félagsins Eignamiðjan sem er með í byggingu lúxusblokk og verslunarhúsnæði að Tryggvagötu 18. Einnig á hann ásamt syninum Austurstræti 16, þar sem skemmti- og veitingastaðurinn Apótekið er til húsa. En veldið nær út fyrir höfuðborgarsvæðið því feðgarnir Karl og Aron eiga líka stórt skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi, sem raunar er eitt stærsta hús bæjarins. Umsvifum sem þessum fylgir skuldsetning en skuldir og ábyrgðir félaga í eigu Karls Steingrímssonar og fjölskyldu vegna áðurnefndra fasteigna nema á bilinu 3 til fjórum milljörðum króna samkvæmt nýjustu opinberu gögnum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira