Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri telur réttast að stofna eftirlitshóp

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Mati á kerfisáhættu var hér mjög ábótavant, mat á erlendri og innlendri lausafjár­áhættu var vanmetið og stofnana­umgjörðin svo gölluð að fólki var ekki ljóst hvar ábyrgðin lá fyrir efnahagshrunið 2008.

Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann hélt erindi í vikunni á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja um mikilvægi þess að setja traustari ramma um peningastefnuna og fjármálastöðugleikann.

Már fór yfir þá þætti sem hefðu átt að vera í lagi fyrir hrunið og kynnti alþjóðlega umgjörð um kerfisáhættu fyrir bæði Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og hjá opinberum stofnunum. Slíkt hafi gefist vel við hagstjórn í Asíu, að sögn Más.

„En við megum ekki taka allt og fylgja þeim beint," sagði hann og vísaði til innleiðingar EES-reglna um fjármálafyrirtæki í kjölfar einkavæðingar bankanna. Ekki var farið fram á undanþágur vegna sérstöðu landsins.

Þá lagði Már áherslu á að setja þurfi saman hóp fólks, sem verði einu skrefi á undan og velti því viðstöðulaust fyrir sér hvað geti farið úrskeiðis í peningastjórn landsins. „Þetta fólk verður að hugsa um málið í vöku sem svefni," sagði hann.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×