Viðskipti innlent

Seðlabankinn samdi um endurgreiðslu á 35 milljarða láni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri. Mynd/ Pjetur.
Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri. Mynd/ Pjetur.
Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs Íslands hefur samið um endurgreiðslu á 35 milljarða króna útistandandi láni.

Um er að ræða greiðslu á hluta af útistandandi sambankaláns þar sem Bayerische Landesbank var leiðandi lánveitandi. Lokagjalddagi lánsins er í september 2011. Ísland hefur endurgreitt € 225 milljónir evra, eða samtals um 35 milljarða króna, að nafnvirði af samtals € 300 milljóna evra láni.

„Þessi tilhögun er liður í traustri lánaumsýslu og lausafjárstýringu ríkissjóðs Íslands," segir í tilkynningu frá Seðlabankanum til Kauphallarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×