Lífið

Glee-æðið heldur áfram: Sue syngur Madonnu

Strike a pose. Í næstu viku kemur einnig út Glee-plata með lögum Madonnu.
Strike a pose. Í næstu viku kemur einnig út Glee-plata með lögum Madonnu.
Vinsældir sjónvarpsþáttarins Glee eru í hámarki þessa dagana en seinni helmingur annarar þáttaraðar fer í loftið þessa dagana. Meðal aðdáenda þáttanna er forsetafrúin Michelle Obama sem bauð leikurunum í veislu í Hvíta húsið á páskunum.

Madonna gaf nýlega opið leyfi á að skólakrakkarnir í þættinum mættu syngja öll sín lög. Tíu þeirra rötuðu inn í þáttinn, sem var sýndur í Bandaríkjunum í gær. Meðal þeirra er klassíkin Vogue en leiðinlegi leikfimikennarinn Sue flutti það. Í næstu viku er síðan áætlað að hamra járnið meðan það er heitt og gefa út þriðju Glee-plötuna með upptökum af Madonnu-lögunum. Verður hún eflaust metsöluplata eins og hinar.

Sjónvarpsþættirnir Glee eru sýndir á Stöð 2. Hægt er að horfa á Glee-myndbandið við Vogue hér á heimasíðu Glee hjá Fox-sjónvarpsstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.