Innlent

Hundaat í kanínum veldur deilum

Ökumaður, sem ætlaði að koma í veg fyrir að hundur væri að atast í villtum kanínum við Stekkjabakka í Reykjavík um klukkan eitt í nótt, varð fyrir því óláni að aka utan í hundinn,sem meiddist við það.

Eigandi hundsins staðhæfir að ökumaðurinn hafi ekið viljandi á hundinn, en ökumaðurinn sakar eiganda hundsins um að hafa verið að siga hundinum á kanínurnar.

Að líkindum mun réttakerfið þurfa að kljást við þetta mál, því gagnkvæmar kærur liggja í loftinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×