Innlent

Lækjarskóli verðlaunaður

Katrín Jakobsdóttir, mennta -og menningarmálaráðherra, í Lækjarskóla í dag.
Katrín Jakobsdóttir, mennta -og menningarmálaráðherra, í Lækjarskóla í dag.

Lækjarskóli í Hafnarfirði hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin og af því til stóð bæjarstjórnar og fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði fyrir móttöku í skólanum í dag. Skólinn hlaut verðlaunin í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.

„Aðstandendur Lækjarskóla og Hafnfirðingar allir eru afar stoltir af viðurkenningunni, enda endurspeglar hún áherslu þeirra í fræðslumálum þar sem til grundvallar er lagt að mæta þörfum hvers og eins," segir Haraldur Haraldsson, skólastjóri Lækjarskóla.

Meðal viðstaddra í móttökunni í dag voru Katrín Jakobsdóttir, mennta -og menningarmálaráðherra, nemendur, fulltrúar foreldra, starfsmenn og stjórnendur Lækjarskóla, núverandi og fyrrverandi skólastjórnendur í Hafnarfirði og velunnarar skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×