Detox og átröskun Ólafur Gunnar Sæmundsson skrifar 14. júní 2010 06:00 Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kastljósi fjölmiðla og nú vegna detox meðferðar sinnar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boðið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2.000-3.000 hitaeiningar) í formi grænmetis og ávaxta. Sem næringarfræðingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kvenfólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystarstoli) dásamar þá meðferð (svo sem á facebook) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé engum manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á meðal læknar Detox Jónínu Ben segja að það sé svo hreinsandi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átröskun, hvort heldur átröskunin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn. Umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisembættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben að þá er enginn vísindagrunnur „…fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og blóðþrýstingur falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kastljósi fjölmiðla og nú vegna detox meðferðar sinnar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boðið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2.000-3.000 hitaeiningar) í formi grænmetis og ávaxta. Sem næringarfræðingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kvenfólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystarstoli) dásamar þá meðferð (svo sem á facebook) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé engum manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á meðal læknar Detox Jónínu Ben segja að það sé svo hreinsandi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átröskun, hvort heldur átröskunin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn. Umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisembættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben að þá er enginn vísindagrunnur „…fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og blóðþrýstingur falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar