Lúpínufár 8. júlí 2010 06:00 Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun