Lífið

Stórmót í Grafarvogi

Pétur Yamagata og félagar í Nexus hafa puttann á púlsinum.
Fréttablaðið/Stefán
Pétur Yamagata og félagar í Nexus hafa puttann á púlsinum. Fréttablaðið/Stefán
Skemmtilegt ævintýraspilamót fer fram í Rimaskóla um helgina, en það er verslunin Nexus sem stendur fyrir mótinu. Kynnt verða borðspil, Warhammer, hlutverkaspil og safnkortaspil en einnig verða skipulögð mót og keppnir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Spilin eiga það öll sameiginlegt að vera félagsleg, enda spiluð augliti til auglitis og án tölva.

Mótið er ætlað bæði stúlkum og piltum frá tíu ára aldri og er þetta fyrsta stórmótið sem haldið hefur verið í tíu ár.

Aðgangur er frá 500 krónum til 2.000 króna, en verðið miðast við þau spil sem þátttakendur ætla að vera með í.

Nánari upplýsingar má finna á fenr.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.