Erlent

Rosastórt gat

Óli Tynes skrifar
Holan í Schmalkalden.
Holan í Schmalkalden. Mynd/AP

Talið er að það þurfi minnst 40 þúsund tonn af jarðefnum til þess að fylla upp í gríðarlegt jarðfall sem varð í bænum Schmalkalden í austurhluta Þýskalands síðastliðna nótt. Holan sem myndaðist við jarðfallið er þrjátíu metra djúp og þrjátíu metrar í ummál.

Hún myndaðist mjög skyndilega og gleypti fólksbíl og bílskúr við nærliggjandi hús, en engin slys urðu á fólki. Ekkert er vitað um hversvegna holan myndaðist. Ekki er vitað til þess að neinar vatnsleiðslur eða annað hafi verið þarna í jörðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×