50% hækkun álverðs styrkir stöðu Landsvirkjunar 8. janúar 2010 18:27 Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar.Heimsmarkaðsverð á áli hefur afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar en einnig á mat á verðmæti fyrirtækisins, þar sem gildandi raforkusamningar við álfyrirtækin eru metnir til framtíðarvirðis. Álverð var um 1500 dollarar tonnið í upphafi árs en í lok árs var það komið upp í 2.240 dollara tonnið. Hækkunin á árinu var þannig gríðarleg eða um 50 prósent og raunar hefur verðið enn hækkað á fyrstu dögum ársins og var í dag komið yfir 2.400 dollara í langtímasamningum.Stórfelld hækkun á álverði hefur verulega þýðingu fyrir þjóðarbúið en 38 prósent af útflutningstekjum Íslands komu frá orkufrekum iðnaði á nýliðnu ári. Þetta eru því einhver jákvæðustu tíðindi sem íslenskt efnahagslíf hefur fengið um langt skeið, og ættu einnig að kæta eigendur Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, sem sömuleiðis hafa umtalsverðar tekjur af orkusölu til álvera.En það er fleira jákvætt að gerast í rekstri Landsvirkjunar. Lán fyrirtækisins bera fljótandi vexti og þeir hafa snarlækkað á undanförnum misserum, farið úr 4-5 prósentustigum niður í 1-2 prósentustig, en þessi vaxtalækkun þýðir 7 til 8 milljarða króna sparnað í vaxtakostnaði á ári.Ársreikningar Landsvirkjunar verða væntanlegar birtir í mars og áætla sérfræðingar, sem fréttastofan ræddi við, að þeir muni sýna verulegan hagnað, líklega upp á annan tug milljarða króna. Samhliða góðri afkomu hefur eiginfjárstaða fyrirtækisins styrkst. Eiginfjárhlutfallið fór lægst í 26 prósent en spáð er að það fari nú yfir 32 prósent. Það þýðir að hlutfallið er komið yfir það sem það var áður en Landsvirkjun réðst í smíði Kárahnjúkavirkjunar. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar.Heimsmarkaðsverð á áli hefur afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar en einnig á mat á verðmæti fyrirtækisins, þar sem gildandi raforkusamningar við álfyrirtækin eru metnir til framtíðarvirðis. Álverð var um 1500 dollarar tonnið í upphafi árs en í lok árs var það komið upp í 2.240 dollara tonnið. Hækkunin á árinu var þannig gríðarleg eða um 50 prósent og raunar hefur verðið enn hækkað á fyrstu dögum ársins og var í dag komið yfir 2.400 dollara í langtímasamningum.Stórfelld hækkun á álverði hefur verulega þýðingu fyrir þjóðarbúið en 38 prósent af útflutningstekjum Íslands komu frá orkufrekum iðnaði á nýliðnu ári. Þetta eru því einhver jákvæðustu tíðindi sem íslenskt efnahagslíf hefur fengið um langt skeið, og ættu einnig að kæta eigendur Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, sem sömuleiðis hafa umtalsverðar tekjur af orkusölu til álvera.En það er fleira jákvætt að gerast í rekstri Landsvirkjunar. Lán fyrirtækisins bera fljótandi vexti og þeir hafa snarlækkað á undanförnum misserum, farið úr 4-5 prósentustigum niður í 1-2 prósentustig, en þessi vaxtalækkun þýðir 7 til 8 milljarða króna sparnað í vaxtakostnaði á ári.Ársreikningar Landsvirkjunar verða væntanlegar birtir í mars og áætla sérfræðingar, sem fréttastofan ræddi við, að þeir muni sýna verulegan hagnað, líklega upp á annan tug milljarða króna. Samhliða góðri afkomu hefur eiginfjárstaða fyrirtækisins styrkst. Eiginfjárhlutfallið fór lægst í 26 prósent en spáð er að það fari nú yfir 32 prósent. Það þýðir að hlutfallið er komið yfir það sem það var áður en Landsvirkjun réðst í smíði Kárahnjúkavirkjunar.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent