Erlent

Ekkert lát á frosthörkum í Evrópu

Frosthörkur halda áfram að angra menn í Evrópu.Í gærkvöldiurðu tafir á flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi, Írlandi og í Hollandi. Þá festist lest í Ermarsundsgöngunum í tvo klukkutíma og þurfti að aflýsa ferðum fjögurra annara lesta sem áttu að fara um göngin. Í gær fór frostið í Þýskalandi víða niður fyrir tíu gráður og eru saltbirgðir margra sveitarfélaga því sem næst á þrotum. Í Amsterdam hefur mikil snjókoma orsakað miklar tafir og lá strætisvagnakerfið að mestu niðri í gær.

Á suður Englandi hefur orðið vart við rafmagnsbilanir og í gær voru um 4000 manns án rafmagns. Skandinavar hafa ekki farið varhluta af frostinu og í norður Svíþjóð fór frostið niður fyrir 40 gráður á celsíus sem er nýtt met.

Víða í Svíþjóð og Noregi hefur frostið náð allt að 40 gráðum og í Skotlandi sýndu mælar 21 gráðu frost sem er nýtt met. Í löndum og á svæðum þar sem fólk er ekki eins vant slíku vetrarveðri hafa afleiðingarnar verið alvarlegar og er talið að 122 dauðsföll í Póllandi megi rekja til kuldans. Í gær létust að minnsta kosti níu heimilislausir menn í Þýskalandi en þeir voru á aldrinum 42 til 62 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×