Erlent

Vill heilbrigðislög sem fyrst

Barack Obama. Helsta innanlandsmálið nánast í höfn.
fréttablaðið/AP
Barack Obama. Helsta innanlandsmálið nánast í höfn. fréttablaðið/AP

Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heilbrigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól.

Á þriðjudaginn féllust leiðtogar demókrata í báðum þingdeildum á að hraða afgreiðslu málsins. Fulltrúadeildin fái það verkefni að semja sameiginlega útgáfu deildanna í staðinn fyrir að formleg nefnd beggja deilda þurfi að leysa úr því sem á milli ber.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×