Viðskipti innlent

Nox Medical hlaut Vaxtarsprotann í ár

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical Vaxtarsprotann 2010 að viðstöddum fulltrúum sprotafyrirtækja og stuðningsaðilum atvinnulífsins í Grasagarðinum Laugardal við hátíðlega athöfn í morgun.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical Vaxtarsprotann 2010 að viðstöddum fulltrúum sprotafyrirtækja og stuðningsaðilum atvinnulífsins í Grasagarðinum Laugardal við hátíðlega athöfn í morgun.
Fyrirtækið Nox Medical ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2010 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009 úr 16,5 milljónum kr. í um 175 milljónir kr. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og Mýs og Valka fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

Í tilkynningu segir að Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangurinn er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical Vaxtarsprotann 2010 að viðstöddum fulltrúum sprotafyrirtækja og stuðningsaðilum atvinnulífsins í Grasagarðinum Laugardal við hátíðlega athöfn í morgun.

Við sama tækifæri var fyrirtækið Betware hf. skráð í úrvalsdeild íslenskra hátæknifyrirtækja, en fyrirtækið hefur áður hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt. Stefán Hrafnkelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins tók við sérstakri viðurkenningu úr hendi Davíðs Lúðvíkssonar, forstöðumanns hjá SI/SSP af þessu tilefni. Þessi viðurkenning er veitt innan Samtaka iðnaðarins þegar sprotafyrirtæki hafa náð þeim áfanga að velta meiru en milljarði króna á ári. Síðasta fyrirtækið sem náði þessum áfanga var Roche Nimblegen á árinu 2008.

Nox Medical ehf. er stofnað 2006 af verkfræðingum og heilbrigðisvísindafólki sem áður unnu hjá fyrirtækinu Flögu Medcare sem þá var verið að flytja úr landi.

Starfsmenn fyrirtækisins í dag eru 8 talsins og veltuaukning fyrirtækisins á fyrsta ári eftir að ný afurð kom til sögunar hefur verið ævintýraleg. Þetta ár hefur einnig farið hratt af stað og miða áætlanir félagsins við að tvöfalda veltu síðasta árs á þessu ári.

Það tók aðeins þrjú ár að koma fyrstu afurð fyrirtækisins á markað, sem lýsa má sem byltingarkenndri nýjung í svefnmælingum og byggir m.a. á nýjungum í þráðlausum tölvusamskiptum, gagnageymslu, skynjara- og rafeindatækni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×