Lífið

Oddvitinn synti yfir Fossvoginn á 16 mínútum

Þess má geta að Einar klæddist einungis sundskýlu, sundhettu auk hanska og sokka. Hann bar ekki á sig smyrsl eða feiti vegna kuldans og notaði ekki froskalappir.
Þess má geta að Einar klæddist einungis sundskýlu, sundhettu auk hanska og sokka. Hann bar ekki á sig smyrsl eða feiti vegna kuldans og notaði ekki froskalappir. Mynd/Stefán Karlsson
Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum, synti í hádeginu í dag yfir Fossvoginn til að afla fjár í kosningasjóð framsóknarmanna í Reykjavík. Einar lagði af stað úr Kópavogi klukkan 12:04 og gekk á land í Nauthólsvík klukkan 12:20 að viðstöddum nokkrum fjölda fólks sem kominn var saman til að fylgjast með sundinu, að fram kemur í tilkynningu.

Sjávarhiti í Nauthólsvík í hádeginu var 3,3°C og var sundið um 600 metrar að lengd. Einar sagði að loknu sundi það hafa verið kalt í sjóinn og þess vegna hefði hann synt hraðar en hann gerði áður ráð fyrir. Hann þakkaði jafnframt fyrir þær jákvæðu viðtökur sem fólk almennt hefði sýnt þessu framtaki og sagðist vonast til að fleiri stjórnmálamenn færu svipaðar leiðir til að safna fjármagni í kosningabaráttu. Hann fór síðan beint í heita pottinn og fékk þar skál af rjúkandi heitri kjötsúpu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.