Innlent

Metfjöldi ungmenna fær vinnu

Þessi ungmenni eru í vinnu hjá Jafningafræðslunni.
Þessi ungmenni eru í vinnu hjá Jafningafræðslunni.

Aldrei áður hafa jafnmörg ungmenni fengið vinnu við Jafningjafræðslu Hins hússins en alls fengu nítján ungmenni á aldrinum 17 til 21 árs vinnu í sumar. Þessi störf eru gríðarlega eftirsóknarverð hjá ungu fólki en árlega sækja um 400 til 500 ungmenni um störfin.

„Vanalega höfum við eingöngu ráðið inn um tíu manns þannig að þessi stóri hópur er gríðarlega öflug innspýting í allt okkar starf og við bindum miklar vonir við hann,“ segir Jón Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar. Hann segir hópinn vera mjög þéttan og góðan enda þurfa ungmennin að komast í gegnum langt og strangt ráðningarferli til að fá vinnu hjá Jafningjafræðslunni.

Jafningjafræðslan fer um víðan völl í sumar og fræðir ungt fólk um forvarnartengd málefni. Rætt er um sjálfsmynd, vímuefni, kynlíf, klám, átraskanir, tölvufíkn og munntóbak. Áhersla er lögð á að tala um það jákvæða sem fylgir því að sleppa öllu rugli og styrkja fólk til þess að standast hópþrýsting.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×