Viðskipti innlent

Ábyrgð á Sony Bravia sjónvörpum lengd í fimm ár

Sony á Norðurlöndum hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum Sony Center í Kringlunni fimm ára ábyrgð á öllum Sony Bravia sjónvörpum án aukakostnaðar fyrir viðskiptavini.

Í tilkynningu segir að það feli í sér að hin lögbundna tveggja ára ábyrgð er framlengd um þrjú ár. Heildarábyrgð Sony sjónvarpstækja frá Sony Center verður því til fimm ára.

Ábyrgðin er framseljanleg og fylgir tækinu. Ef upphaflegur kaupandi selur tækið fylgir ábyrgðin til nýs eiganda.

"Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska neytendur og sýnir að Sony hefur tröllatrú á framleiðslu sinni enda hefur reynslan sýnt í gegnum árin að Sony sjónvörp eru með traustustu tækjum á markaðnum og bilanatíðni í algjöru lágmarki," segir Eyjólfur Jóhannsson vörustjóri Sony hjá Sense.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×