Erlent

Grikkir stöðva allan flugpóst til og frá landinu

Yfirvöld í Grikklandi hafa stöðvað allan flugpóst til og frá landinu næstu tvo sólarhringa.

Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrar pakkasprengjur hafa verið sendar frá Grikklandi með flugpósti í vikunni til leiðtoga í Evrópu þar á meðal Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er talið að vinstriöfgahópur standi að baki þessum sendingum. Tvær af þessum pakkasprengjum voru gerðar óvirkar á alþjóðaflugvellinum við Aþenu í gærkvöldi.

Fyrr um daginn höfðu slíkar sprengjur sprungið í sendiráðum Sviss og Rússlands í Aþenu. Enginn slasaðist í þessum sprengingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×