Handbolti

Arnór og félagar stríddu Kiel-liðinu en héldu ekki út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason og félagar eru komnir inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Alfreð Gíslason og félagar eru komnir inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mynd/Getty Images
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 29-23 sigur á danska liðinu FCK Handbold fyrir framan troðfulla höll í Kiel. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 og þar með einvígið samanlagt með átta mörkum.

Arnór Atlason og félagar í FCK byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru meðal annars komnir með þriggja marka forskot í fyrri hálfleiknum, 9-6, en Kiel skoraði þá fimm mörk í röð og var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12.

Kiel gerði síðan út um leikinn um miðjan seinni hálfleik þegar liðið skoraði fjögur mörk í röð á stuttum tíma og breytti stöðunni úr 19-16 í 23-16. Eftir það var það formsatriði hjá Kiel-liðinu að klára leikinn.

Arnór Atlason var í lykilhlutverki í sóknarleik FCK í leiknum og lék til skiptist í öllum þremur stöðunum fyrir utan. Aron Pálmarsson kom inn á hjá Kiel í seinni hálfleik þegar Kiel var komið með góða forustu.

Tvö Íslendingalið, Kiel og Rhein-Neckar Löwen, tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þar eru einnig Montpellier, Ciudad Real, Veszprém, Barcelona, HSV Hamburg og Chekhovskie Medvedi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×