Innlent

Villtust á Fimmvörðuhálsi

Göngufólk á Morinsheiði.
Göngufólk á Morinsheiði. MYND/Egill Aðalsteinsson

Þrír piltar, sem voru rammvilltir á Fimmvörðuhálsi í nótt, fundust laust fyrir klukkan fimm í morgun í 900 metra hæð og utan hefðbundinnar gönguslóðar. Piltarnir eru fæddir árið 1988 og voru illa búnir þegar björgunarsveitir fundu þá og komu þeim til byggða en þeir höfðu sjálfir óskað eftir aðstoð.

Þá leituðu björgunarsveitir einnig að sex manna gönguhópi en tilkynning barst frá ættingjum um hálfþrjúleytið í nótt að fólkið ætti í vandræðum. Hópurinn skilaði sér svo til byggða að Skógum um hálffjögurleytið í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×