Viðskipti innlent

Heildarvelta kreditkorta jókst um 7,3% milli ára í júlí

Heildarvelta kreditkorta í júlímánuði var 25,4 milljarðar kr. og er þetta 7,3% aukning miðað við júlí 2009 en 3,7% samdráttur miðað við júní 2010.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að heildarvelta debetkorta í júlímánuði var 33,3 milljarðar kr. og er þetta 7,9% samdráttur miðað við júlí 2009 en 4,8% aukning miðað við júní 2010.



Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi nam 9,7 milljörðum kr. sem er nær 48% aukning frá fyrra mánuði og 11,4% aukning frá júlí 2009.

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var leiðrétt frá ársbyrjun 2009 til samræmis við nýjar upplýsingar frá einu kortafyrirtækinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×