Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur dæmdi manninn í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Mynd/ Stefán.
Hæstiréttur dæmdi manninn í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Mynd/ Stefán.
Karlmaður á sjötugsaldri, Vilhjálmur Kristinn Skaftason, var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa veist að konu á heimili sínu og nauðgað henni í ágúst í hitteðfyrra.

Hæstiréttur segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að brotið væri alvarlegt. Hann hafi misnotað sér traust sem konan bar til hans. Hins vegar hafi maðurinn ekki áður sætt refsingu.

Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni milljón krónur í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×