Handbolti

Valsmenn tryggðu sér oddaleik með sigri á Haukum í framlengingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fagna sigri í kvöld
Valsmenn fagna sigri í kvöld Mynd/Daníel
Valsmenn tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir 32-30 sigur á Haukum í framlengdum leik í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri en nú verður hreinn úrslitaleikur um titilinn á Ásvöllum á laugardaginn.

Valsmenn voru 11-8 yfir undir lok fyrri hálfleiks en Haukarnir komust 13-12 yfir fyrir hálfleik. Valur hafði undirtökin á lokakaflanum eftir jafnan síðari hálfleik en Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum framlengingu.

Varnarleikur Vals og frábær frammistaða Fannars Þórs Friðgeirssonar í framlengingunni skilaði sigri í framlengingunni. Orri Freyr Gíslason tryggði þetta með marki 5 sek fyrir leikslok.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 12 mörk þar af 4 þeirra í framlengingunni sem Valur vann 7-5. Sigurður Eggertsson og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu 6 mörk hvor. Hlynur Morthens varði 15 skot í markinu.

Sigurbergur Sveinsson skoraði 11 mörk fyrir Hauka þar af 3 þeirra í framlengingunni. Pétur Pálsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson voru með 5 mörk hvor og Birkir Ívar Guðmundsson varði 23 skot í markinu.

Valur - Haukar 32 - 30 (12-13, 25-25, 29-27)

Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 12/3 (17/3), Sigurður Eggertsson 6 (11), Arnór Þór Gunnarsson 6/3 (13/4), Elvar Friðriksson 4 (8), Sigfús Páll Sigfússon 2 (2), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Jón Björgvin Pétursson (1), Ingvar Árnason (1).

Varin skot: Hlynur Morthens 15 (44/1, 34%), Ingvar Kr. Guðmundsson 0 (1/1).

Hraðaupphlaup: 5 (Fannar Þór 3, Elvar 1, Baldvin 1).

Fiskuð víti: 7 (Ingvar 2, Fannar Þór 2, Sigfús Páll 1, Sigfús 1, Baldvin 1).

Utan vallar: 8 mínútur.

Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/2 (20/2), Björgvin Hólmgeirsson 5 (11), Pétur Pálsson 5 (5), Freyr Brynjarsson 4 (4), Elías Már Halldórsson 2 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Guðmundsson (1).

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23/1 (54/6, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1).

Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gísli Jón 1).

Fiskuð víti: 2 (Pétur 2).

Utan vallar: 6 mínútur.

Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Voru frábærir.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×