Handbolti

Hannover svo gott sem sloppið við falldrauginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes Jón átti fínan leik í kvöld.
Hannes Jón átti fínan leik í kvöld. Mynd/Pjetur

Hannover Burgdorf, lið Hannesar Jóns Jónssonar sem Aron Kristjánsson tekur við í sumar, steig stórt skref í þá átt að tryggja sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liðið vann þá sterkan fjögurra marka útisigur á Dormagen, 28-32.

Hannes Jón skoraði 5 mörk í leiknum og þar af eitt úr víti. Andrius Stelmokas, fyrrum KA-maður, skoraði fjögur mörk fyrir Hannover og Haukamaðurinn fyrrverandi, Robertas Pauzuolis, skoraði eitt mark.

Hannover í 14. sæti deildarinnar og fjarlægist botnliðin með hverjum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×