Erlent

Love Parade: Öll skjöl skipuleggjenda gerð upptæk

Aðkoman að slysstaðnum var hrikaleg.
Aðkoman að slysstaðnum var hrikaleg. Mynd/AFP
Rannsókn er hafin á aðdraganda harmleiksins á Love Parade-göngunni í Duisburg í Þýskalandi á laugardag. Öll skjöl aðstandenda göngunnar voru gerð upptæk í dag. Angela Merkel kanslari segir að rannsóknin verði mjög nákvæm.

Tala slasaðra er nú komin upp í 511. 19 manns létust þegar skelfing greip um sig í mikilli mannþröng fyrir framan inngang í göng sem leiddu inn á aðalsvæði hátíðarinnar.

Borið hefur verið kennsl á hina látnu, 11 karla og átta konur. Ellefu voru Þjóðverjar en aðrir komu frá Ástralíu, Ítalíu, Hollandi, Kína, Bosníu og Spáni. Þau voru á aldrinum 20 til 40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×