FME veitir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Icelandair 12. ágúst 2010 09:01 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóði Íslands skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair.Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að Fjármálaeftirlitið hafi haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands frá tilboðsskyldu í Icelandair.Þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar kr. Var m.a. gert skilyrði fyrir kaupunum að Framtakssjóðnum yrði veitt undanþága frá yfirtökuskyldu gerðist þess þörf.Að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fyrir fjárfestingu Framtakssjóðsins mun sjóðurinn með kaupum sínum eignast 32,5% hlutafjár í Icelandair. Þannig mun Framtakssjóðurinn eignast 32,5% af atkvæðisrétti í Icelandair og fara þar með yfir mörk ... og verða tilboðsskyldur gagnvart öðrum hluthöfum Icelandair.Yfirtökureglum laganna er ætlað að koma í veg fyrir að einn aðili nái yfirráðum, þ.e. að atkvæðisréttur annarra hluthafa verið gagnslaus og verðlaus. Fjármálaeftirlitið getur varið aðra hluthafa félagsins gegn ofríki stærsta hluthafans með því að takmarka atkvæðisrétt hans, á meðan eign hans er yfir yfirtökumörkum. Með því móti er leitast við að atkvæðisréttur annarra hluthafa haldi vægi sínu.Sett eru þau skilyrði fyrir undanþágunni að Framtaksjóðnum ber að selja svo stóran hlut af eign sinni í Icelandair að félagið fari ekki lengur, beint eða óbeint, með yfirráð í félaginu eins fljótt og unnt er eða innan 12 mánaða. Fjármálaeftirlitið getur framlengt þennan frest, ef sérstakar ástæður mæla með því.Framtakssjóðnum skal einungis vera heimilt að nýta allt að 30% virkra atkvæða í félaginu. Með virkum atkvæðum er átt við heildarfjölda atkvæða að frádregnum þeim atkvæðisrétti sem fellur niður vegna þessa.Fjármálaeftirlitið fer fram á að Framtakssjóðurinn í samvinnu við Icelandair upplýsi Fjármálaeftirlitið reglulega um framgang hinnar fjárhagslegu endurskipulagningar. Þá fer Fjármálaeftirlitið fram á að áætlun um endursölu sé kynnt því með minnst viku fyrirvara. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóði Íslands skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair.Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að Fjármálaeftirlitið hafi haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands frá tilboðsskyldu í Icelandair.Þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar kr. Var m.a. gert skilyrði fyrir kaupunum að Framtakssjóðnum yrði veitt undanþága frá yfirtökuskyldu gerðist þess þörf.Að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fyrir fjárfestingu Framtakssjóðsins mun sjóðurinn með kaupum sínum eignast 32,5% hlutafjár í Icelandair. Þannig mun Framtakssjóðurinn eignast 32,5% af atkvæðisrétti í Icelandair og fara þar með yfir mörk ... og verða tilboðsskyldur gagnvart öðrum hluthöfum Icelandair.Yfirtökureglum laganna er ætlað að koma í veg fyrir að einn aðili nái yfirráðum, þ.e. að atkvæðisréttur annarra hluthafa verið gagnslaus og verðlaus. Fjármálaeftirlitið getur varið aðra hluthafa félagsins gegn ofríki stærsta hluthafans með því að takmarka atkvæðisrétt hans, á meðan eign hans er yfir yfirtökumörkum. Með því móti er leitast við að atkvæðisréttur annarra hluthafa haldi vægi sínu.Sett eru þau skilyrði fyrir undanþágunni að Framtaksjóðnum ber að selja svo stóran hlut af eign sinni í Icelandair að félagið fari ekki lengur, beint eða óbeint, með yfirráð í félaginu eins fljótt og unnt er eða innan 12 mánaða. Fjármálaeftirlitið getur framlengt þennan frest, ef sérstakar ástæður mæla með því.Framtakssjóðnum skal einungis vera heimilt að nýta allt að 30% virkra atkvæða í félaginu. Með virkum atkvæðum er átt við heildarfjölda atkvæða að frádregnum þeim atkvæðisrétti sem fellur niður vegna þessa.Fjármálaeftirlitið fer fram á að Framtakssjóðurinn í samvinnu við Icelandair upplýsi Fjármálaeftirlitið reglulega um framgang hinnar fjárhagslegu endurskipulagningar. Þá fer Fjármálaeftirlitið fram á að áætlun um endursölu sé kynnt því með minnst viku fyrirvara.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira