Mannlífið á strætinu 17. apríl 2010 05:15 Leiklist Útskriftarhópurinn sem frumsýndi Strætið í gærkvöldi þarf að bregða sér í mörg gervi meðan á sýningunni stendur en hlutverkin eru hátt á fjórða tuginn. Hér er gleði í gangi fjarri heimsins glaumi en verkið lýsir erfiðum kjörum og skrautlegu lífi lágstéttarfólks í norðurhluta Englands á níunda áratugnum.mynd Fréttablaðið/Valli Nemendaleikhúsið frumsýndi lokaverkefni sitt, Stræti, í gærkvöld í Smiðjunni við Sölvhólsgötu en þessi útskriftarárgangur hefur tekist á við Eftirlitsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason fyrr á þessum vetri. Stræti eða Road, eftir Jim Cartwright, var frumsýnt í Royal Court Upstairs 1986, á tilraunasviði þess virta leikhúss við Sloane-torg í London, en síðan flutt niður í stóra salinn. Verkið hitti beint í mark og var tekið og kvikmyndað af BBC í magnaðri útgáfu sem markaði upphaf ferils leikara á borð við Jane Horrocks og David Thewlis. Hér rataði Strætið á svið á Smíðaverkstæðinu í áhrifamikilli sviðsetningu Guðjóns Pedersen 1992. Í kjölfar vinsælda þeirrar sýningar komu fleiri verk Cartwrights hér á svið: Barpar hjá LA 1993 og í Borgarleikhúsi 1995, Taktu lagið Lóa 1995 og Stone Free í Borgarleikhúsi 1996. Stræti lýsir laugardagskveldi í niðurníddu atvinnuleysishverfi í mMið-Englandi og var á sínum tíma harkalegur áfellisdómur um kjör lágstétta Bretlands í lok valdatíma Thatcher. Þar eru allir komnir í helgargírinn og eru staðráðnir í að skella sér út á lífið þetta umrædda kvöld og sletta rækilega úr klaufunum. Enda fátt annað gerlegt í atvinnuleysinu og eymdinni en halda dauðahaldi í vonina um betri tíma. Við kynnumst skrautlegum persónuleikum og fjölbreytilegu litrófi mannlífsins í þeirri blöndu af kaldhæðni, ljóðrænu og fyndni, sem einkennir höfundinn. Í útskriftarhópnum er sjö verðandi leikarar, þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Flest þeirra leika fleiri en eitt hlutverk í sýningunni, því alls eru hlutverkin hátt í þrjátíu talsins. Þórunn Arna fer með þrjú hlutverk í sýningunni: litla stúlku, ungling og eldri konu. Þegar við heyrðum í henni í gærmorgun var hún rám, sagðist þurfa að reykja í sýningunni og það kæmi niður á röddinni. Á þetta verk erindi við okkur nú? „Þegar hugmyndin kom fram fannst mér það eiga hingað ríkt erindi. Ekki bara að þar væri stórt gallerí af persónum sem gæfi okkur í hópnum einstakt tækifæri að takast á við ólíkar persónur, heldur líka hvert ástandið í samfélaginu gæti leitt okkur. Margir í Stræti lifa bara fyrir glasið, stutta kvöldskemmtun, í allri eymdinni. Það eru margar djúsí persónur í verkinu fyrir leikara.“ Þórunn hefur í fyrri sýningum árgangsins leikið ungu stúlkurnar, er hún sátt við það hlutskipti? „Mér finnst gaman að leika börn.“ Fær hún að nota sönghæfileika í sýningunni, en Þórunn er menntuð sem söngkona, hefur raunar verið við nám í Listaháskólanum í sjö ár: „Ég fæ að syngja pínulítið.“ Hún er messósópran en segist nú hafa meiri áhuga á að nota rödd sína í leiktúlkun. Og hvað tekur nú við? „Lífið tekur við,“ segir hún en verst allra frétta um komandi verkefni sín, vonast þó til að geta unnið áfram með hópnum sem hún hefur deilt kjörum með undanfarin ár. Þýðinguna á Stræti vann Árni Ibsen á sínum tíma og er hún notuð enn. Um tónlist sjá Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir, lýsingu annast Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson, búninga gerir Filippía Elísdóttir, leikmyndahönnun er í höndum Vytautas Narbutas og leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningar verða ekki margar og ættu því áhugamenn um unga leiklist að drífa sig. pbb@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Nemendaleikhúsið frumsýndi lokaverkefni sitt, Stræti, í gærkvöld í Smiðjunni við Sölvhólsgötu en þessi útskriftarárgangur hefur tekist á við Eftirlitsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason fyrr á þessum vetri. Stræti eða Road, eftir Jim Cartwright, var frumsýnt í Royal Court Upstairs 1986, á tilraunasviði þess virta leikhúss við Sloane-torg í London, en síðan flutt niður í stóra salinn. Verkið hitti beint í mark og var tekið og kvikmyndað af BBC í magnaðri útgáfu sem markaði upphaf ferils leikara á borð við Jane Horrocks og David Thewlis. Hér rataði Strætið á svið á Smíðaverkstæðinu í áhrifamikilli sviðsetningu Guðjóns Pedersen 1992. Í kjölfar vinsælda þeirrar sýningar komu fleiri verk Cartwrights hér á svið: Barpar hjá LA 1993 og í Borgarleikhúsi 1995, Taktu lagið Lóa 1995 og Stone Free í Borgarleikhúsi 1996. Stræti lýsir laugardagskveldi í niðurníddu atvinnuleysishverfi í mMið-Englandi og var á sínum tíma harkalegur áfellisdómur um kjör lágstétta Bretlands í lok valdatíma Thatcher. Þar eru allir komnir í helgargírinn og eru staðráðnir í að skella sér út á lífið þetta umrædda kvöld og sletta rækilega úr klaufunum. Enda fátt annað gerlegt í atvinnuleysinu og eymdinni en halda dauðahaldi í vonina um betri tíma. Við kynnumst skrautlegum persónuleikum og fjölbreytilegu litrófi mannlífsins í þeirri blöndu af kaldhæðni, ljóðrænu og fyndni, sem einkennir höfundinn. Í útskriftarhópnum er sjö verðandi leikarar, þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Flest þeirra leika fleiri en eitt hlutverk í sýningunni, því alls eru hlutverkin hátt í þrjátíu talsins. Þórunn Arna fer með þrjú hlutverk í sýningunni: litla stúlku, ungling og eldri konu. Þegar við heyrðum í henni í gærmorgun var hún rám, sagðist þurfa að reykja í sýningunni og það kæmi niður á röddinni. Á þetta verk erindi við okkur nú? „Þegar hugmyndin kom fram fannst mér það eiga hingað ríkt erindi. Ekki bara að þar væri stórt gallerí af persónum sem gæfi okkur í hópnum einstakt tækifæri að takast á við ólíkar persónur, heldur líka hvert ástandið í samfélaginu gæti leitt okkur. Margir í Stræti lifa bara fyrir glasið, stutta kvöldskemmtun, í allri eymdinni. Það eru margar djúsí persónur í verkinu fyrir leikara.“ Þórunn hefur í fyrri sýningum árgangsins leikið ungu stúlkurnar, er hún sátt við það hlutskipti? „Mér finnst gaman að leika börn.“ Fær hún að nota sönghæfileika í sýningunni, en Þórunn er menntuð sem söngkona, hefur raunar verið við nám í Listaháskólanum í sjö ár: „Ég fæ að syngja pínulítið.“ Hún er messósópran en segist nú hafa meiri áhuga á að nota rödd sína í leiktúlkun. Og hvað tekur nú við? „Lífið tekur við,“ segir hún en verst allra frétta um komandi verkefni sín, vonast þó til að geta unnið áfram með hópnum sem hún hefur deilt kjörum með undanfarin ár. Þýðinguna á Stræti vann Árni Ibsen á sínum tíma og er hún notuð enn. Um tónlist sjá Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir, lýsingu annast Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson, búninga gerir Filippía Elísdóttir, leikmyndahönnun er í höndum Vytautas Narbutas og leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningar verða ekki margar og ættu því áhugamenn um unga leiklist að drífa sig. pbb@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira