Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða 17. júní 2010 06:00 Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun