Viðskipti innlent

Greining: Spáir 7,2% verðbólgu

Greining MP Banka reiknar með 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða sem þýðir að ársverðbólgan lækkar úr 8,3% í 7,2% gangi spáin eftir. Mæling á vísitölu neysluverðs í maí verður birt á morgun hjá Hagstofunni.

Greiningin segir í Markaðsvísi sínum að ársverðbólgan mun að öllum líkindum lækka verulega í maí og júní vegna grunnáhrifa en vísitala neysluverðs hækkaði mikið þessa mánuði í fyrra.

Töluvert hefur verið um útsölur í mánuðinum en einnig hefur borið á verðhækkunum á sama tíma á öðrum vörum og því erfitt að meta heildaráhrifin.

Þeir þættir sem eru líklegastir til að valda mestum hækkunum nú eru innlendar vörur og þjónusta. Innfluttar vörur, bensín og reiknuð húsaleiga draga vísitöluna niður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×