Samstaða 15. mars 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar