Aðeins þrjú gjaldeyrisviðskipti á millibankamarkaðinum 22. janúar 2010 12:20 Mikill Fróðafriður hefur ríkt á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári. Aðeins hafa þrisvar sinnum átt sér stað viðskipti á markaðinum frá áramótum, og nemur heildarvelta 3 milljónir evra, jafnvirði 540 milljónum kr., það sem af er ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var meðalvelta á millibankamarkaði 5,2 milljarðar kr. í mánuði hverjum í fyrra. Þá hefur Seðlabankinn haldið sig fjarri gjaldeyrismarkaði frá ársbyrjun og raunar gott betur, því síðustu inngrip bankans voru 6. nóvember síðastliðinn. Hafa ber í huga að þótt velta á millibankamarkaði sé afar lítil geta gjaldeyrisviðskipti hjá hverjum viðskiptabanka fyrir sig verið talsverð. Ef þokkalegt jafnvægi er í innflæði gjaldeyris og útflæði hjá hverjum banka fyrir sig hafa þeir þannig ekki þörf fyrir að leita á millibankamarkað með kaup eða sölu gjaldeyris. Þrátt fyrir engin inngrip Seðlabankans, það að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði hafi líkast til verið með minna móti undanfarna mánuði og á annan tug milljarða í vaxtagreiðslum til útlendinga frá desemberbyrjun hefur krónan styrkst lítillega gagnvart evru undanfarið. Í gær lækkaði evran þannig um hálfa krónu á millibankamarkaði og kostar nú 179,5 kr. Þar voru þó ekki viðskipti að baki heldur voru viðskiptavakar líkast til að stilla af tilboð sín á millibankamarkaði svo lækkun evru gagnvart helstu gjaldmiðlum leiddi ekki til samsvarandi lækkunar krónu gagnvart öðrum myntum en evrunni. Pundið kostar nú 206 kr. og Bandaríkjadollar 127 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. „Að mati okkar er gengisstöðugleiki krónu undanfarna þrjá mánuði til marks um hversu veigamikil breytingin var sem Seðlabankinn gerði á gjaldeyrishöftunum í fyrrahaust. Með henni var loks loku skotið fyrir hjáleið sem margir höfðu nýtt sér til að stunda viðskipti á aflandsmarkaði með krónur. Sá markaður þornaði nánast upp í kjölfarið og hafa viðskipti þar verið fá og smá síðan. Þótt velta hafi í kjölfarið minnkað á innlendum millibankamarkaði meða gjaldeyri er það að mati okkar ekki merki um að gjaldeyristekjur séu síður að skila sér hingað til lands, heldur þvert á móti að þær nái nú frekar en áður að vega upp gjaldeyrisþörf vegna innflutnings og greiðslna af erlendum lánum," segir í Morgunkorninu. „Hvort jafnvægið á gjaldeyrismarkaði er tímabundið eða varanlegt er svo annað mál. Reynsla frá öðrum löndum þar sem slíkum höftum hefur verið beitt er að eftir því sem tíminn líður fjölgar þeim leiðum sem farnar eru til að komast fram hjá þeim, og hafa menn oft reynst ótrúlega hugvitssamir í þeim efnum. Á móti kemur að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mun líklega vaxa talsvert með hækkandi sól og skárri aðstæðum í hagkerfum heims." Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Mikill Fróðafriður hefur ríkt á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári. Aðeins hafa þrisvar sinnum átt sér stað viðskipti á markaðinum frá áramótum, og nemur heildarvelta 3 milljónir evra, jafnvirði 540 milljónum kr., það sem af er ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var meðalvelta á millibankamarkaði 5,2 milljarðar kr. í mánuði hverjum í fyrra. Þá hefur Seðlabankinn haldið sig fjarri gjaldeyrismarkaði frá ársbyrjun og raunar gott betur, því síðustu inngrip bankans voru 6. nóvember síðastliðinn. Hafa ber í huga að þótt velta á millibankamarkaði sé afar lítil geta gjaldeyrisviðskipti hjá hverjum viðskiptabanka fyrir sig verið talsverð. Ef þokkalegt jafnvægi er í innflæði gjaldeyris og útflæði hjá hverjum banka fyrir sig hafa þeir þannig ekki þörf fyrir að leita á millibankamarkað með kaup eða sölu gjaldeyris. Þrátt fyrir engin inngrip Seðlabankans, það að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði hafi líkast til verið með minna móti undanfarna mánuði og á annan tug milljarða í vaxtagreiðslum til útlendinga frá desemberbyrjun hefur krónan styrkst lítillega gagnvart evru undanfarið. Í gær lækkaði evran þannig um hálfa krónu á millibankamarkaði og kostar nú 179,5 kr. Þar voru þó ekki viðskipti að baki heldur voru viðskiptavakar líkast til að stilla af tilboð sín á millibankamarkaði svo lækkun evru gagnvart helstu gjaldmiðlum leiddi ekki til samsvarandi lækkunar krónu gagnvart öðrum myntum en evrunni. Pundið kostar nú 206 kr. og Bandaríkjadollar 127 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. „Að mati okkar er gengisstöðugleiki krónu undanfarna þrjá mánuði til marks um hversu veigamikil breytingin var sem Seðlabankinn gerði á gjaldeyrishöftunum í fyrrahaust. Með henni var loks loku skotið fyrir hjáleið sem margir höfðu nýtt sér til að stunda viðskipti á aflandsmarkaði með krónur. Sá markaður þornaði nánast upp í kjölfarið og hafa viðskipti þar verið fá og smá síðan. Þótt velta hafi í kjölfarið minnkað á innlendum millibankamarkaði meða gjaldeyri er það að mati okkar ekki merki um að gjaldeyristekjur séu síður að skila sér hingað til lands, heldur þvert á móti að þær nái nú frekar en áður að vega upp gjaldeyrisþörf vegna innflutnings og greiðslna af erlendum lánum," segir í Morgunkorninu. „Hvort jafnvægið á gjaldeyrismarkaði er tímabundið eða varanlegt er svo annað mál. Reynsla frá öðrum löndum þar sem slíkum höftum hefur verið beitt er að eftir því sem tíminn líður fjölgar þeim leiðum sem farnar eru til að komast fram hjá þeim, og hafa menn oft reynst ótrúlega hugvitssamir í þeim efnum. Á móti kemur að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mun líklega vaxa talsvert með hækkandi sól og skárri aðstæðum í hagkerfum heims."
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent