SA: Fjárfestingar á Íslandi stefna í sögulegt lágmark 20. janúar 2010 13:23 Mikill samdráttur í fjárfestingum atvinnuveganna á síðasta ári og takmörkuð áform um fjárfestingar á árinu 2010 valda því að ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þróuninni í atvinnumálum. Óvissa um framtíðina, háir vextir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir og minnkandi kaupgeta stuðla almennt að slæmu andrúmslofti fyrir fjárfestingar.Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar segir að ef dráttur verður á áformum um fjárfestingar í virkjunum og orkufrekum iðnaði á þessu ári eru líkur á því að fjárfestingar atvinnuveganna verði minni í hlutfalli við landsframleiðslu en þær hafa verið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Fjárfestingar atvinnuveganna námu 9% af landsframleiðslu á síðasta ári en þær hafa numið 13% síðustu tvo til þrjá áratugina. Svo lágt fjárfestingahlutfall hefur ekki sést nema á samdráttarárum á borð við árið 2002 og 1993-1995.Fjárfestingar atvinnuveganna skapa störf og stuðla að skilvirkni og framþróun í atvinnulífinu. Ljóst er að mikil óvissa einkennir íslenskt atvinnulíf um þessar mundir og að við slíkar aðstæður er erfitt að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Fjármögnun framkvæmda er auk þess mjög erfið og dýr.Hætta er á að fyrirhuguð verkefni muni tefjast en af hálfu SA hefur verið lögð áhersla á að ráðist verði í nægilegar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi til að þjóðin komist út úr kreppunni á þessu ári, hagvöxtur náist á nýjan leik og grunnur verði lagður að arðsömum framtíðarstörfum.Í þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir því að landsframleiðsla dragist saman um 2% á árinu en það er algjörlega háð því að framkvæmdir í Helguvík og tengd verkefni komist á skrið. Verði þær framkvæmdir ekki að veruleika á árinu spáir Seðlabanki Ísland því að landsframleiðsla muni dragast saman um 4% og atvinnuleysi verða rúmlega einu prósentustigi hærra en ella.Í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárfestingar atvinnuveganna nemi 180-190 milljörðum króna 2010. Áætlaðar fjárfestingar í Helguvík, Búðarhálsvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og stækkun álversins í Straumsvík nema um 60-70 milljörðum kr.Eigendur álversins í Straumsvík hafa samþykkt að ráðast í 1. áfanga stækkunar álversins (straumhækkun) en þar er um að ræða framkvæmd upp á 13 milljarða króna sem slagar hátt í fjárfestingu allra sveitarfélaganna í landinu á árinu sem er áætluð um 15 milljarðar króna á árinu 2010. Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur eru áætlaðar um 20 milljarðar á árinu. Eftir stendur yfir 100 milljarða fjárfesting í öðrum atvinnuvegum sem erfitt er að sjá fyrir í núverandi starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Mikill samdráttur í fjárfestingum atvinnuveganna á síðasta ári og takmörkuð áform um fjárfestingar á árinu 2010 valda því að ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þróuninni í atvinnumálum. Óvissa um framtíðina, háir vextir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir og minnkandi kaupgeta stuðla almennt að slæmu andrúmslofti fyrir fjárfestingar.Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). Þar segir að ef dráttur verður á áformum um fjárfestingar í virkjunum og orkufrekum iðnaði á þessu ári eru líkur á því að fjárfestingar atvinnuveganna verði minni í hlutfalli við landsframleiðslu en þær hafa verið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Fjárfestingar atvinnuveganna námu 9% af landsframleiðslu á síðasta ári en þær hafa numið 13% síðustu tvo til þrjá áratugina. Svo lágt fjárfestingahlutfall hefur ekki sést nema á samdráttarárum á borð við árið 2002 og 1993-1995.Fjárfestingar atvinnuveganna skapa störf og stuðla að skilvirkni og framþróun í atvinnulífinu. Ljóst er að mikil óvissa einkennir íslenskt atvinnulíf um þessar mundir og að við slíkar aðstæður er erfitt að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Fjármögnun framkvæmda er auk þess mjög erfið og dýr.Hætta er á að fyrirhuguð verkefni muni tefjast en af hálfu SA hefur verið lögð áhersla á að ráðist verði í nægilegar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi til að þjóðin komist út úr kreppunni á þessu ári, hagvöxtur náist á nýjan leik og grunnur verði lagður að arðsömum framtíðarstörfum.Í þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir því að landsframleiðsla dragist saman um 2% á árinu en það er algjörlega háð því að framkvæmdir í Helguvík og tengd verkefni komist á skrið. Verði þær framkvæmdir ekki að veruleika á árinu spáir Seðlabanki Ísland því að landsframleiðsla muni dragast saman um 4% og atvinnuleysi verða rúmlega einu prósentustigi hærra en ella.Í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárfestingar atvinnuveganna nemi 180-190 milljörðum króna 2010. Áætlaðar fjárfestingar í Helguvík, Búðarhálsvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og stækkun álversins í Straumsvík nema um 60-70 milljörðum kr.Eigendur álversins í Straumsvík hafa samþykkt að ráðast í 1. áfanga stækkunar álversins (straumhækkun) en þar er um að ræða framkvæmd upp á 13 milljarða króna sem slagar hátt í fjárfestingu allra sveitarfélaganna í landinu á árinu sem er áætluð um 15 milljarðar króna á árinu 2010. Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur eru áætlaðar um 20 milljarðar á árinu. Eftir stendur yfir 100 milljarða fjárfesting í öðrum atvinnuvegum sem erfitt er að sjá fyrir í núverandi starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira