Lífið

Svisslendingar finna upp tæki sem eyðir appelsínuhúð

Madonna hefur reynt þetta og líkaði svo vel að hún pungaði út 10 milljónum króna til að fá tæki í íbúðina sína í London.
Madonna hefur reynt þetta og líkaði svo vel að hún pungaði út 10 milljónum króna til að fá tæki í íbúðina sína í London.
Svissneskur framleiðandi tækisins D-Actor virðist vera með pálmann í höndunum. Tækið eyðir appelsínuhúð og hefur gefið svo góða raun að það nýtur vaxandi hylli víða um lönd. Nýjustu fregnir frá framleiðandanum eru að Madonna hafi reitt út 10 milljónir króna til að fá eitt stykki uppsett í íbúð sinni í London. Tækið, sem heitir D-Actor, sendir hljóðbylgjur á svæði með appelsínuhúð. Þannig setur það þrýsting í gegnum húðina í lögin þar sem appelsínuhúðin myndast. Krafturinn dreifir síðan og eyðir vefjunum sem mynda þessa hvimleiðu húðáferð. Þá örvar ferlið taugarnar og fær blóðið til að flæða á svæðið sem hjálpar til við að styrkja húðina og mýkja. Spa-eigendur í London segja viðskiptavinina sjá mun eftir sex skipti. Þessi tækni hefur verið notuð um nokkurt skeið til að leysa upp nýrnasteina og í aðrar meðferðir. Sá eiginleiki hennar að slétta úr húð uppgötvaðist þegar læknar voru að hjálpa íþróttakonum með meiðsl í liðamótum. Þeim þótti það áberandi hversu vel læri kvennanna litu út eftir meðferðina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.