Viðskipti innlent

Actavis vill kaupa pólskt lyfjafyrirtæki

Actavis er meðal áhugasamra kaupenda að pólska lyfjafyrirtækinu Polfa. Samkvæmt frétt Bloomberg fréttaveitunnar mun Actavis berjast við fjögur önnur lyfjafyrirtæki um kaupin.

Bloomberg vitnar í pólska blaðið Parkiet þar sem segir að markaðsvirði Polfa sé talið vera um 500 milljón zloty eða um 19 milljarða króna.

Aðrir áhugasamir kaupenda eru kínverska lyfjafyrirtækið Harbin Gloria, Arterium frá Úkraníu og tvö pólsk lyfjafyrirtæki.

Polfa sem er í ríkiseigu reiknar með að hagnaður þess í ár nemi um 40 milljón zloty af veltu sem nemur um 300 milljón zloty.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×