Ummi syngur beint frá hjartanu 12. apríl 2010 08:00 Tónlistarmaðurinn og tæknibrellumeistarinn Ummi hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/Pjetur Fyrsta sólóplata Umma er komin út. Hann starfar sem þrívíddarlistamaður í London og hefur unnið við stórmyndir á borð við Avatar, Harry Potter og Batman Begins. Ummi er fæddur og uppalinn á Djúpavogi. Hann sló í gegn í stuðsveitinni Sólstrandargæjarnir á síðasta áratug ásamt Jónasi Sigurðssyni félaga sínum. Saman gerðu þeir vinsæl lögin Rangur maður og Sólstrandargæi. „Þetta var slys en mjög gott slys," segir Ummi um vinsældirnar. „Það er æðislegt að heyra hvað það lifir þetta lag. Ég er mjög stoltur af því," segir hann um slagarann Rangur maður. Ummi, eða Unnsteinn Guðjónsson eins og hann heitir réttu nafni, samdi lögin á nýju plötuna á árunum 2001 til 2006. Lögin eru þau fyrstu sem hann gefur út síðan á Sólstrandar-árunum. Upptökur fóru fram í Hafnarfirði, Hróarskeldu, London og Kaupmannahöfn, þar sem Jónas bjó áður en hann flutti heim til Íslands. „Hann var mín hægri hönd í þessu öllu og hægra eyra líka," segir Ummi um Jónas, sem gaf árið 2007 út sína fyrstu sólóplötu sem fékk mjög góðar viðtökur. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi og hann er alveg ómissandi." Plata Umma kemur út á vínyl og í stafrænu formi og inniheldur þrettán lög sungin á íslensku. Öll lögin og textarnir eru samin af Umma sjálfum og sá hann einnig um hönnun á umslaginu, sem er mjög veglegt, eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu á dögunum. Ummi segir að Jónas hafi hvatt sig til að syngja lögin sín sjálfur í stað þess að fá annan til verksins. „Ég er enginn söngvari," segir hann hógvær. „Þetta var eins og sálfræðimeðferð. Að geta staðið með sjálfum sér í staðinn fyrir að vera allur í hnút. Þetta er meira frá hjartanu svona." Ummi er sjálfur mikill aðdáandi Pixies auk þess sem Bob Dylan, Blind Blake, Billie Holiday og pönkhljómsveitin Rancid eru í uppáhaldi. Þessa dagana er hann að vinna við kvikmyndina John Carter of Mars sem teiknimyndarisinn Pixar framleiðir. Þar blandar fyrirtækið í fyrsta sinn saman alvöru leikurum og teiknuðum persónum. Á meðal leikara verða Willem Dafoe, Thomas Haden Church og Samantha Morton. „Þetta er stærsta tæknibrelluverkið sem hefur verið unnið í London. Maður finnur fyrir því hvað þetta er rosalega stórt verkefni," segir hann. Leikstjóri er Andrew Stanton, sem skrifaði handrit Toy Story og leikstýrði Wall-E og Finding Nemo. Myndin er væntanleg árið 2012 og að sögn Umma munu um 500 manns vinna við hana beggja vegna Atlantshafsins þegar mest lætur. Ummi stefnir á að fylgja nýju plötunni eftir með tónleikum hér á landi seinni part haustsins. Þangað til ætlar hann að einbeita sér að fjölskyldunni því þriðja barn hans og eiginkonunnar Aðalbjargar Þóreyjar Ólafsdóttur er væntanlegt í heiminn í ágúst. Þeim sem vilja nálgast stafræna útgáfu af plötunni er bent á heimasíðuna Gogoyoko.com. Grúskarar geta síðan leitað uppi vínyl-útgáfuna sem verður aðeins gefin út í fimm hundruð eintökum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Connie Francis er látin Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Fyrsta sólóplata Umma er komin út. Hann starfar sem þrívíddarlistamaður í London og hefur unnið við stórmyndir á borð við Avatar, Harry Potter og Batman Begins. Ummi er fæddur og uppalinn á Djúpavogi. Hann sló í gegn í stuðsveitinni Sólstrandargæjarnir á síðasta áratug ásamt Jónasi Sigurðssyni félaga sínum. Saman gerðu þeir vinsæl lögin Rangur maður og Sólstrandargæi. „Þetta var slys en mjög gott slys," segir Ummi um vinsældirnar. „Það er æðislegt að heyra hvað það lifir þetta lag. Ég er mjög stoltur af því," segir hann um slagarann Rangur maður. Ummi, eða Unnsteinn Guðjónsson eins og hann heitir réttu nafni, samdi lögin á nýju plötuna á árunum 2001 til 2006. Lögin eru þau fyrstu sem hann gefur út síðan á Sólstrandar-árunum. Upptökur fóru fram í Hafnarfirði, Hróarskeldu, London og Kaupmannahöfn, þar sem Jónas bjó áður en hann flutti heim til Íslands. „Hann var mín hægri hönd í þessu öllu og hægra eyra líka," segir Ummi um Jónas, sem gaf árið 2007 út sína fyrstu sólóplötu sem fékk mjög góðar viðtökur. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi og hann er alveg ómissandi." Plata Umma kemur út á vínyl og í stafrænu formi og inniheldur þrettán lög sungin á íslensku. Öll lögin og textarnir eru samin af Umma sjálfum og sá hann einnig um hönnun á umslaginu, sem er mjög veglegt, eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu á dögunum. Ummi segir að Jónas hafi hvatt sig til að syngja lögin sín sjálfur í stað þess að fá annan til verksins. „Ég er enginn söngvari," segir hann hógvær. „Þetta var eins og sálfræðimeðferð. Að geta staðið með sjálfum sér í staðinn fyrir að vera allur í hnút. Þetta er meira frá hjartanu svona." Ummi er sjálfur mikill aðdáandi Pixies auk þess sem Bob Dylan, Blind Blake, Billie Holiday og pönkhljómsveitin Rancid eru í uppáhaldi. Þessa dagana er hann að vinna við kvikmyndina John Carter of Mars sem teiknimyndarisinn Pixar framleiðir. Þar blandar fyrirtækið í fyrsta sinn saman alvöru leikurum og teiknuðum persónum. Á meðal leikara verða Willem Dafoe, Thomas Haden Church og Samantha Morton. „Þetta er stærsta tæknibrelluverkið sem hefur verið unnið í London. Maður finnur fyrir því hvað þetta er rosalega stórt verkefni," segir hann. Leikstjóri er Andrew Stanton, sem skrifaði handrit Toy Story og leikstýrði Wall-E og Finding Nemo. Myndin er væntanleg árið 2012 og að sögn Umma munu um 500 manns vinna við hana beggja vegna Atlantshafsins þegar mest lætur. Ummi stefnir á að fylgja nýju plötunni eftir með tónleikum hér á landi seinni part haustsins. Þangað til ætlar hann að einbeita sér að fjölskyldunni því þriðja barn hans og eiginkonunnar Aðalbjargar Þóreyjar Ólafsdóttur er væntanlegt í heiminn í ágúst. Þeim sem vilja nálgast stafræna útgáfu af plötunni er bent á heimasíðuna Gogoyoko.com. Grúskarar geta síðan leitað uppi vínyl-útgáfuna sem verður aðeins gefin út í fimm hundruð eintökum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Connie Francis er látin Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira