Erlent

Þjóðarsorg í Pakistan

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Pakistan í dag í kjölfar versta flugslyss í sögu þjóðarinnar.

Airbus A321 farþegaþota með 152 innanborðs hrapaði til jarðar í gærmorgun skammt frá Islamabad höfuðborg landsins og komst enginn af í slysinu. Þegar er búið að finna lík 115 þeirra sem fórust en slæmt veður á slysstað hefur hamlað björgunarstarfinu.

Komið er í ljós að tveir farþeganna voru Bandaríkjamenn. Svarti kassinn úr þotunni hefur ekki fundist og ekkert er vitað um ástæður þess að hún hrapaði til jarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×