Telur hagspá Seðlabankans full bjartsýna 4. nóvember 2010 11:00 Greining Arion banka telur Seðlabankann enn nokkuð bjartsýnan, bæði hvað varðar einkaneyslu og fjárfestingu í nýjustu hagspá sinni. Hagspáin var kynnt í Peningamálum í gærdag en þau komu út í tengslum við stýrivaxtaákvörðun bankans. Greiningin fjallar um málið í Markaðspunktum sínum. Þar segir að eins og við var að búast lækkaði Seðlabankinn bæði spá sína um hagvöxt og verðbólgu frá síðustu Peningamálum í ágúst. Nú gerir Seðlabankinn ráð fyrir samdrætti á þessu ári uppá 2,6% (var 1,9%) og eins verður hagvöxtur á næsta ári minni sem má m.a. rekja til frekari tafa í stóriðjufjárfestingu. „Hvað varðar næstu ár þá teljum við Seðlabankann enn nokkuð bjartsýnan, bæði hvað varðar einkaneyslu og fjárfestingu," segir í Markaðspunktunum. „Í erindi aðalhagfræðings kom fram að væntanlega muni Hagstofan endurskoða hagvaxtartölur sínar uppá við fyrir fyrri árshelming ársins m.a. þar sem vísbendingar eru um að fjárfesting hafi verið meiri en rauntölur þeirra gerðu ráð fyrir. Þetta atriði skýrir e.t.v. hluta af mismuninum í okkar spá og þeirra á árinu 2010. Leiði endurskoðun Hagstofunnar hinsvegar til lítilla breytinga er ljóst að færa þarf spá Seðlabankans niður á við." Þá segir að Seðlabankinn geri ráð fyrir að neysluvöxturinn verði 3,6% strax á næsta ári, sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við að gert er ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað og atvinnuleysi verði áfram hátt. Í sögulegu ljósi er þessi viðsnúningur þó ekki mikill, enda hefur reynslan sýnt okkur að einkaneysla taki almennt kröftuglega við sér að loknu samdráttarskeiði. Þó á greiningin bágt með að trúa því að forsenda hagvaxtar á næsta ári verði drifin af einkaneyslu. „Að okkar mati eru forsendur hagvaxtar að atvinnulífið nái sér á strik en eins og staðan er í dag mun líða nokkur tími þar til atvinnulífið nær að rétta úr kútnum. Í millitíðinni má gera ráð fyrir að heimilin munu einnig eiga í basli. Í ljósi þessa er auðvelt að færa fyrir því rök að Seðlabankinn sé bjartsýnn hvað viðsnúninginn í einkaneyslu varðar á næsta ári," segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Arion banka telur Seðlabankann enn nokkuð bjartsýnan, bæði hvað varðar einkaneyslu og fjárfestingu í nýjustu hagspá sinni. Hagspáin var kynnt í Peningamálum í gærdag en þau komu út í tengslum við stýrivaxtaákvörðun bankans. Greiningin fjallar um málið í Markaðspunktum sínum. Þar segir að eins og við var að búast lækkaði Seðlabankinn bæði spá sína um hagvöxt og verðbólgu frá síðustu Peningamálum í ágúst. Nú gerir Seðlabankinn ráð fyrir samdrætti á þessu ári uppá 2,6% (var 1,9%) og eins verður hagvöxtur á næsta ári minni sem má m.a. rekja til frekari tafa í stóriðjufjárfestingu. „Hvað varðar næstu ár þá teljum við Seðlabankann enn nokkuð bjartsýnan, bæði hvað varðar einkaneyslu og fjárfestingu," segir í Markaðspunktunum. „Í erindi aðalhagfræðings kom fram að væntanlega muni Hagstofan endurskoða hagvaxtartölur sínar uppá við fyrir fyrri árshelming ársins m.a. þar sem vísbendingar eru um að fjárfesting hafi verið meiri en rauntölur þeirra gerðu ráð fyrir. Þetta atriði skýrir e.t.v. hluta af mismuninum í okkar spá og þeirra á árinu 2010. Leiði endurskoðun Hagstofunnar hinsvegar til lítilla breytinga er ljóst að færa þarf spá Seðlabankans niður á við." Þá segir að Seðlabankinn geri ráð fyrir að neysluvöxturinn verði 3,6% strax á næsta ári, sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við að gert er ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað og atvinnuleysi verði áfram hátt. Í sögulegu ljósi er þessi viðsnúningur þó ekki mikill, enda hefur reynslan sýnt okkur að einkaneysla taki almennt kröftuglega við sér að loknu samdráttarskeiði. Þó á greiningin bágt með að trúa því að forsenda hagvaxtar á næsta ári verði drifin af einkaneyslu. „Að okkar mati eru forsendur hagvaxtar að atvinnulífið nái sér á strik en eins og staðan er í dag mun líða nokkur tími þar til atvinnulífið nær að rétta úr kútnum. Í millitíðinni má gera ráð fyrir að heimilin munu einnig eiga í basli. Í ljósi þessa er auðvelt að færa fyrir því rök að Seðlabankinn sé bjartsýnn hvað viðsnúninginn í einkaneyslu varðar á næsta ári," segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira