Árið þeirra Ernu og Jóns Margeirs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2010 07:30 Jón Margeir Sverrisson sést hér ánægður með verðlaunin sem hann fékk í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttasamband fatlaðra hélt sína árlegu móttöku á Radisson Hótel Sögu í gær þar sem Íþróttamaður og Íþróttakona ársins fengu sín verðlaun. Þetta er alltaf jafn hátíðleg stund og er fyrir marga orðinn fastur liður í aðdraganda jólanna. Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir höfðu fengið þessi verðlaun undanfarin tvö ár en að þessu sinni fóru bikararnir í nýjar hendur. Jón Margeir Sverrisson er aðeins 18 ára gamall sundmaður. Hann fór á kostum á árinu í flokki S14, sem er flokkur þroskahamlaðra. Jón Margeir stóð sig meðal annars frábærlega á Reykjavík International þar sem hann vann allar sex greinarnar sínar ásamt því að vera stigahæsti fatlaði keppandinn. Hann sló líka í gegn á opna þýska meistaramótinu þar sem hann vann fullt af verðlaunum. Jón setti alls 19 Íslandsmet í 11 greinum á árinu. „Ég er mjög ánægður með árið og þessi verðlaun," segir Jón Margeir en segir síðan kokhraustur að þetta hafi ekki komið sér á óvart. „Ég vissi að þetta var búið að vera frábært ár hjá mér, ég var búinn að leggja mikið á mig á erfiðum æfingum," sagði Jón Margeir.Klippa: Viðtal við Jón Margeir íþróttamann ársins 2010 hjá ÍF Þrátt fyrir öll Íslandsmetin hefði hann viljað setja fleiri. „Ég ætlaði mér að setja met í 19 greinum en ekki bara ellefu greinum," segir Jón í léttum tón og það er ljóst að metnaðurinn er mikill hjá þessum efnilega sundmanni. Hann segist líka ekki vera hættur að setja met. „Ég ætla að bæta fullt af Íslandsmetum á næsta ári. Ég ætla að æfa meira og bæta mig eins mikið og ég get. Ég þarf bæði að æfa þrek og bæta tæknina," segir Jón en hann vill alls ekki vera kallaður ungur. „Ég er ekki ungur, ég er svona sæmilega ungur. Það er einn Breti sem er tveimur árum eldri en ég og hann er rosalega öflugur. Það er draumurinn hjá mér að ná honum," segir Jón. „Að fá svona bikar hvetur mann áfram til þess að æfa meira og ég ætla að fara á opna breska mótið á næsta ári og svo á Evrópumeistaramótið. Svo er ég líka farinn að horfa til Ólympíuleikanna 2012. Ég þarf að leggja allt sem ég á í æfingar og bæta það sem ég þarf að laga til þess að komast til London. Ég þarf líka að vera duglegur að hlusta á þjálfarana til þess að fá að vita hvað ég þarf að gera betur," segir Jón Margeir. Hann ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá honum á næsta ári.Mjög stoltur af Ernu Erna Friðriksdóttir er 23 ára og félagi í Skíðadeild Hattar á Egilsstöðum. Erna varð í ár fyrsti Íslendingurinn til þessa að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í alpagreinum en hún vann einnig til verðlauna á undirbúningsmótum fyrir leikana í Vancouver. „Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur af henni," segir Friðrik Guðnason, faðir Ernu, sem tók við verðlaununum fyrir hönd dóttur sinnar sem er í miðjum æfingabúðum í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum. Erna hefur verið í æfingum með landsliði Bandaríkjanna frá árinu 2006 og hún tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Vancouver sem voru haldnir á þessu ári. „Hún tók þessu með jafnaðargleði þegar við sögðum henni frá þessu í gærkvöldi. Hún var ánægð og hefði örugglega viljað vera hérna til þess að taka á móti þessu sjálf," segir Friðrik. Erna er í 17. sæti á heimslistanum í svigi og í 22. sæti í stórsvigi. „Ég sá hana ekki komast svona langt þegar hún fór af stað því við vissum ekkert hvað við vorum að gera í byrjun. Við erum búin að standa í þessu í tíu ár og það er búið að ganga á ýmsu á þessum tíma. Við kunnum nú hvorugt á skíði í byrjun en ég aðstoðaði Ernu fyrstu árin á meðan hún þurfti aðstoðarmann. Nú er það liðin tíð og maður er orðinn óþarfur," segir Friðrik í léttum tón. „Ég held að áhuginn á skíðum hafi komið frá bræðrum hennar. Hún á tvo bræður sem voru báðir á skíðum. Það var því draumurinn hjá henni að komast á skíði," segir Friðrik, sem er ánægður með allar aðstæður hjá Ernu í Bandaríkjunum. „Það hefur hjálpað henni mikið að komast að þarna í Winter Park og það er þess vegna sem hún er komin þetta langt. Hún verið þarna á stífum æfingum, því hún æfir þarna fimm daga í viku og í sex tíma á dag. Hún er bara á skíðum allan daginn frá níu á morgnana til fjögur á kvöldin," segir Friðrik. Hann segir að Erna sé alltaf jafn áhugasöm. „Hún bíður eftir því að komast út aftur. Ég hef komið tvisvar til hennar og svo fórum við líka, ég, konan og sonur okkar, eftir Ólympíuleikana í Vancouver. Við fórum frá Vancouver til Winter Park. Það var frábært fyrir hana að keppa á Ólympíuleikunum og hún er þegar farin að horfa til Sotsji. Ég viðurkenni það alveg að mig langar líka þangað líka," segir Friðrik að lokum. Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra hélt sína árlegu móttöku á Radisson Hótel Sögu í gær þar sem Íþróttamaður og Íþróttakona ársins fengu sín verðlaun. Þetta er alltaf jafn hátíðleg stund og er fyrir marga orðinn fastur liður í aðdraganda jólanna. Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir höfðu fengið þessi verðlaun undanfarin tvö ár en að þessu sinni fóru bikararnir í nýjar hendur. Jón Margeir Sverrisson er aðeins 18 ára gamall sundmaður. Hann fór á kostum á árinu í flokki S14, sem er flokkur þroskahamlaðra. Jón Margeir stóð sig meðal annars frábærlega á Reykjavík International þar sem hann vann allar sex greinarnar sínar ásamt því að vera stigahæsti fatlaði keppandinn. Hann sló líka í gegn á opna þýska meistaramótinu þar sem hann vann fullt af verðlaunum. Jón setti alls 19 Íslandsmet í 11 greinum á árinu. „Ég er mjög ánægður með árið og þessi verðlaun," segir Jón Margeir en segir síðan kokhraustur að þetta hafi ekki komið sér á óvart. „Ég vissi að þetta var búið að vera frábært ár hjá mér, ég var búinn að leggja mikið á mig á erfiðum æfingum," sagði Jón Margeir.Klippa: Viðtal við Jón Margeir íþróttamann ársins 2010 hjá ÍF Þrátt fyrir öll Íslandsmetin hefði hann viljað setja fleiri. „Ég ætlaði mér að setja met í 19 greinum en ekki bara ellefu greinum," segir Jón í léttum tón og það er ljóst að metnaðurinn er mikill hjá þessum efnilega sundmanni. Hann segist líka ekki vera hættur að setja met. „Ég ætla að bæta fullt af Íslandsmetum á næsta ári. Ég ætla að æfa meira og bæta mig eins mikið og ég get. Ég þarf bæði að æfa þrek og bæta tæknina," segir Jón en hann vill alls ekki vera kallaður ungur. „Ég er ekki ungur, ég er svona sæmilega ungur. Það er einn Breti sem er tveimur árum eldri en ég og hann er rosalega öflugur. Það er draumurinn hjá mér að ná honum," segir Jón. „Að fá svona bikar hvetur mann áfram til þess að æfa meira og ég ætla að fara á opna breska mótið á næsta ári og svo á Evrópumeistaramótið. Svo er ég líka farinn að horfa til Ólympíuleikanna 2012. Ég þarf að leggja allt sem ég á í æfingar og bæta það sem ég þarf að laga til þess að komast til London. Ég þarf líka að vera duglegur að hlusta á þjálfarana til þess að fá að vita hvað ég þarf að gera betur," segir Jón Margeir. Hann ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá honum á næsta ári.Mjög stoltur af Ernu Erna Friðriksdóttir er 23 ára og félagi í Skíðadeild Hattar á Egilsstöðum. Erna varð í ár fyrsti Íslendingurinn til þessa að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í alpagreinum en hún vann einnig til verðlauna á undirbúningsmótum fyrir leikana í Vancouver. „Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur af henni," segir Friðrik Guðnason, faðir Ernu, sem tók við verðlaununum fyrir hönd dóttur sinnar sem er í miðjum æfingabúðum í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum. Erna hefur verið í æfingum með landsliði Bandaríkjanna frá árinu 2006 og hún tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Vancouver sem voru haldnir á þessu ári. „Hún tók þessu með jafnaðargleði þegar við sögðum henni frá þessu í gærkvöldi. Hún var ánægð og hefði örugglega viljað vera hérna til þess að taka á móti þessu sjálf," segir Friðrik. Erna er í 17. sæti á heimslistanum í svigi og í 22. sæti í stórsvigi. „Ég sá hana ekki komast svona langt þegar hún fór af stað því við vissum ekkert hvað við vorum að gera í byrjun. Við erum búin að standa í þessu í tíu ár og það er búið að ganga á ýmsu á þessum tíma. Við kunnum nú hvorugt á skíði í byrjun en ég aðstoðaði Ernu fyrstu árin á meðan hún þurfti aðstoðarmann. Nú er það liðin tíð og maður er orðinn óþarfur," segir Friðrik í léttum tón. „Ég held að áhuginn á skíðum hafi komið frá bræðrum hennar. Hún á tvo bræður sem voru báðir á skíðum. Það var því draumurinn hjá henni að komast á skíði," segir Friðrik, sem er ánægður með allar aðstæður hjá Ernu í Bandaríkjunum. „Það hefur hjálpað henni mikið að komast að þarna í Winter Park og það er þess vegna sem hún er komin þetta langt. Hún verið þarna á stífum æfingum, því hún æfir þarna fimm daga í viku og í sex tíma á dag. Hún er bara á skíðum allan daginn frá níu á morgnana til fjögur á kvöldin," segir Friðrik. Hann segir að Erna sé alltaf jafn áhugasöm. „Hún bíður eftir því að komast út aftur. Ég hef komið tvisvar til hennar og svo fórum við líka, ég, konan og sonur okkar, eftir Ólympíuleikana í Vancouver. Við fórum frá Vancouver til Winter Park. Það var frábært fyrir hana að keppa á Ólympíuleikunum og hún er þegar farin að horfa til Sotsji. Ég viðurkenni það alveg að mig langar líka þangað líka," segir Friðrik að lokum.
Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti