Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Mosfellsbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2010 20:01 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira