Lífið

Söngvari Poison í lífshættu

Glysrokkarinn liggur á spítala eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Nordicphotos/Getty
Glysrokkarinn liggur á spítala eftir að hafa fengið heilablóðfall. Nordicphotos/Getty MYND/Getty
Bret Michaels, söngvari glysrokksveitarinnar Poison, var fluttur með hraði á sjúkrahús fyrir helgi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann er enn á sjúkrahúsi og var á gjörgæsludeild fyrstu sólarhringana eftir áfallið. Nú er Michaels vaknaður og hefur að sögn talað við sína nánustu á sjúkrahúsinu. Tvennum sögum fór reyndar af líðan hans í gær; einhverjir miðlar héldu því fram að Bret væri við hestaheilsu en aðrir sögðu að hann væri enn í lífshættu.

Að sögn talsmanns söngvarans hafði hann þjáðst af miklum höfuðverkjum daginn sem hann fékk heilablóðfallið. „Við erum vongóð um að rannsóknir leiði í ljós hvaðan blæðir. Við vitum öll að Bret er harður af sér og erum vongóð um að hann muni ná sér að fullu,“ segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu Michaels.

Fyrr í þessum mánuði var Michaels lagður inn á spítala vegna magaverkja. Þá var botnlangi hans fjarlægður. Bret Michaels er 47 ára gamall og hefur undanfarið haft viðurværi sitt af raunveruleikastjónvarpi. Hljómsveitin Poison naut talsverðra vinsælda á níunda áratugnum. Þá stóð Bret Michaels fremst á sviðinu með vindinn í hárinu og söng lög á borð við Every Rose Has Its Thorn og Unskinny Bop.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.