Innlent

Ríkisstjórnin í vonlausri stöðu

Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í íslenska pólitík í dag með hugmynd sinni um þjóðstjórn.
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í íslenska pólitík í dag með hugmynd sinni um þjóðstjórn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um þjóðstjórn góðra gjalda verð en Bjarni Benediktsson segir málið bera vott um þá vonlausu stöðu sem ríkisstjórnin sé komin í. Varaformaður þingflokks Vinstri Grænna veit ekki hverju þjóðstjórn ætti að bjarga.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagðií viðtali við Fréttablaðið í dag að vel komi til greina að koma á fót þjóðstjórn til að ná betur utanum þau vandamál sem steðja að íslensku þjóðinni. Þannig geti stjórnmálamenn einnig komið til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð í stjórnmálum.

Nokkrir þingmenn vinstri grænna hafa barist hatrammlega gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sem og frumvarpi forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta. skoða má yfirlýsingu össurar í beinu samhengi við þessi mál en samfylkingarmenn eru orðni langþreyttir á óánægjuarmi Vinstri grænna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, tók vel í hugmynd Össurar þegar fréttastofa hafði samband í dag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar yfirlýsing beri vott um þá vonlausu stöðu sem ríkisstjórnin er í.

Varaformaður þingflokks Vinstr grænna segist ekki sjá hverju þjóðstjórn eigi að bjarga enda séu viðhorf flokkanna til stórra mála ólík.

"Þannig að eftir sem áður er ágreiningur milli flokkanna þannig að hann yrði bara færður úr sölum alþingis inn að ríkisstjórnarborði og ég er ekki vissu um að það hjálpi mikið," segir Árni Þór Sigurðsson." Hann segir koma til greina að breyta ríkisstjórnarsamstarfinu með einhverjum hætti.

"Í sjálfu sér er það atriði sem alltaf hlýtur að koma til álita og sérstaklega á tímum eins og núna að breikka eitthvað grundvöll ríkisstjórnarinnar til dæmis með að taka inn einn annan flokk í ríkisstjórn en ég sé ekki að þjóðstjórnar hugmyndin gangi upp við núverandi aðstæður."

Spurður hvaða flokkur kæmi til greina í einhverskonar samsteypustjórn segir Árni. "...ég held að það situr hérna meirihlutastjórn vinstri flokkana, félagshyggjustjórn, þannig að það yrði á vera á félagshyggjugrunni sem slíkt yrði gert... ég myndi ekki tala um sjálfstæðisflokkinn í þessu samhengi allavegana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×