Innlent

Skipsstrand við Akurey

SB skrifar
Farþegabáturinn Skúlaskeið strandaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey. Tíu farþegar voru um borð auk áhafnar en báturinn strandaði á klettanös um 25 metra frá eynni. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að gæslan hafi fengið tilkynningu um strandið á rás 16, neyðarbylgju fyrir skip og báta sem öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.

"Talið er að báturinn hafi strandað um kl. 15:30 en um 20 mínútum síðar voru farþegar komnir um borð í farþegabátinn Jökul sem var í nágrenni við bátinn. Einnig var björgunarbáturinn Stefnir frá Kópavogi á svæðinu þegar óhappið varð," segir í tilkynninguni.

Þar segir jafnframt að samvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar séu nú tveir menn úr áhöfn Skúlaskeiðs um borð í bátnum og er beðið eftir flóði. Háfjara á svæðinu er kl. 18:11 en kl. 20:30 byrjar að flæða að. Verður þá báturinn aðstoðaður við að komast af strandstað en háflóð verður kl. 00:26.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×