Innlent

Risaskúta á Akureyri

Svört skúta við hafnarminnið á Akureyri.
Svört skúta við hafnarminnið á Akureyri.
Þessi fallega svarta skúta vakti athygli Björns Grétars Baldurssonar sem tók þessa mynd af skútunni. Sex manns eru í áhöfn skútunnar sem setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Samkvæmt Birni er skútan alltaf á ferðinni, allan ársins hring, og er blaðamaður ekki frá því að hafa séð skútuna eitt sinn sigla inn í hafnarminnið í Tassillaq á Grænlandi. Vísir þakkar Birni fallegar myndir af skútunni sem naut sín svo sannarlega vel við höfnina á Akureyri í blíðviðrinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×