Lífið

Larry King skilur í áttunda skipti

Larry kallinn er með gráðu í skilnuðum.
Larry kallinn er með gráðu í skilnuðum.
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, sem er hvað þekktastur fyrir viðtalsþátt sinn á CNN, hefur sótt um skilnað við eiginkonu sína til 13 ára, Shawn Southwick.

Þótt hún sé sjöunda eiginkona hans er hann að skilja í áttunda skipti því hann giftist áður sömu konunni tvisvar og skildi við hana í bæði skiptin. Southwick er fimmtug og King 76 ára. Þau eiga tvo syni, sem eru níu og ellefu ára.

Skilnaðurinn virðist ekki ætla að ganga í gegn án átaka. Hún vill fá greiðslur frá honum og halda húsi þeirra í Beverly Hills. Hann vill aftur á móti ekki borga og samþykkir ekki að hún fái húsið. Þá vill hann sameiginlegt forræði yfir sonunum en hún vill hafa forræði ein.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.